Erlent

Segjast hafa fundið pyntinga­­klefa Rússa

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív birti myndirnar á Facebook.
Yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív birti myndirnar á Facebook. Serhiy Bolvinov

Lögreglan í Úkraínu segist hafa fundið pyntingaklefa í þorpinu Pisky-Radkivski í Kharkív-héraði. Þar að auki hafi fundist kassi með gulltönnum sem taldar eru hafa verið dregnar úr fórnarlömbum.

Þorpið hafði verið hersetið af Rússum eins og fjölmörg önnur í austurhluta Úkraínu. Með hörðum gagnsóknum Úkraínumanna síðustu vikur hefur tekið að frelsa þorp, borgir og bæi víða um land. Mest í Kherson-héraði, en einnig í Donetsk og norðar í Kharkív. CNN greinir frá.

Serhiy Bolvinov, yfirmaður rannsóknardeildar ríkislögreglunnar í Kharkív, segir lögreglumenn hafa komist á snoðir um pyntingaklefann eftir ábendingar frá íbúum um að hræðileg öskur hafi heyrst frá húsnæðinu allan liðlangan daginn.

Lögregla kveðst hafa upplýsingar um að íbúar þorpsins, hermenn og stríðsfangar hafi verið pyntaðir í klefanum. Bolinov segir að verið sé að rannsaka vettvanginn og bætir við að réttlætið muni sigra að lokum.

Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð beitingu ofbeldis Rússa gegn óbreyttum borgurum en á dögunum voru rússneskir hermenn sagðir hafa ítrekað pyntað óbreytta borgara í borginni Izyum. Rússar stjórnuðu borginni í sjö mánuði en Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald í september.

Læknir sem rætt var við í Izyum sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með sár, sem augljóslega voru eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst.


Tengdar fréttir

Rúss­ar á und­an­hald­i í suðr­i

Úkraínskir hermenn virðast sækja hratt fram gegn Rússum í suðurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að komið verði fram við Úkraínumenn sem búa í byggðum sem búið er að frelsa frá Rússum af sanngirni.

Úkraínuforseti segir æ fleiri Rússa leggja á flótta

Úkraínuforseti segir að hersveitir hans sæki fram í suðri og austri og frelsi æ stærri svæði undan Rússum. Á sama tíma leggi fleiri rússneskir hermenn á flótta. Forseti Frakklands vill mynda pólitískt bandalag lýðræðisríkja í Evrópu og segir að það geti tekið Úkraínu nokkur ár eða áratugi að gerast meðlimir að Evrópusambandinu.

Beitt­u íbúa Izy­um kerf­is­bundn­um pynt­ing­um

Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×