Petreaus segir bandamenn myndu þurrka Rússa út í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2022 07:53 Petreaus fór fyrir hermönnum Bandaríkjanna og Nató í Afganistan en lét af því starfi árið 2011 til að taka við CIA. epa/S. Sabawoon David Petreaus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA og fjögurra stjörnu hershöfðingi, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra innan Atlantshafsbandalagsins myndu grípa til afgerandi aðgerða ef Rússar notuðu kjarnorkuvopn í Úkraínu. Sagði hann að bandamenn myndu tortíma öllum hersveitum Rússlands í Úkraínu og hergögnum þeirra, auk þess að sökkva Svartahafsflota Rússa. Í viðtali við ABC News, sem birtist í gær, sagðist Petreaus ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, um möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við kjarnorkuvopnanotkun Rússa. Hins vegar væri þetta ein möguleg sviðsmynd. Petreaus benti á að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu væri ekki nóg til þess að virkja ákvæði 5 í sáttamála Nató, sem kveður á um viðbrögð allra aðildarríkjanna vegna árásar á eitt þeirra, þar sem Úkraína væri ekki aðildarríki. Hins vegar myndi notkun kjarnorkuvopna ein og sér kalla á viðbrögð. Þá mætti túlka það sem svo að um væri að ræða árás á aðildarríki ef kjarnorkumengnun bærist inn á landsvæði þeirra. Petreaus sagði bandamenn ekki myndu vilja láta draga sig í stigmagnandi kjarnorkustríð en viðbrögðin yrðu að vera á þann veg að það væri alveg ljóst að notkun kjarnorkuvopna yrði ekki liðin. Hershöfðinginn fyrrverandi sagðist telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera kominn í öngstræti á vígvellinum; engar herkvaðningar, innlimanir eða hótanir um notkun kjarnorkuvopna gætu snúið þróun stríðsins honum í hag. Hins vegar þyrfti að taka hótununum alvarlega. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Sagði hann að bandamenn myndu tortíma öllum hersveitum Rússlands í Úkraínu og hergögnum þeirra, auk þess að sökkva Svartahafsflota Rússa. Í viðtali við ABC News, sem birtist í gær, sagðist Petreaus ekki hafa rætt við Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden Bandaríkjaforseta, um möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við kjarnorkuvopnanotkun Rússa. Hins vegar væri þetta ein möguleg sviðsmynd. Petreaus benti á að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu væri ekki nóg til þess að virkja ákvæði 5 í sáttamála Nató, sem kveður á um viðbrögð allra aðildarríkjanna vegna árásar á eitt þeirra, þar sem Úkraína væri ekki aðildarríki. Hins vegar myndi notkun kjarnorkuvopna ein og sér kalla á viðbrögð. Þá mætti túlka það sem svo að um væri að ræða árás á aðildarríki ef kjarnorkumengnun bærist inn á landsvæði þeirra. Petreaus sagði bandamenn ekki myndu vilja láta draga sig í stigmagnandi kjarnorkustríð en viðbrögðin yrðu að vera á þann veg að það væri alveg ljóst að notkun kjarnorkuvopna yrði ekki liðin. Hershöfðinginn fyrrverandi sagðist telja Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera kominn í öngstræti á vígvellinum; engar herkvaðningar, innlimanir eða hótanir um notkun kjarnorkuvopna gætu snúið þróun stríðsins honum í hag. Hins vegar þyrfti að taka hótununum alvarlega.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira