Lyman er í höndum Úkraínumanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2022 12:30 Úkraínskir hermenn á ferðinni í austurhluta landsins. Getty/Scott Peterson Úkraínumenn hafa rekið Rússa á brott frá bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Talsmaður úkraínska hersins sagði í morgun að allt að 5.500 rússneskir hermenn hefðu verið umkringdir þar en meirihluti þeirra virðist hafa flúið áður en borgin var umkringd. Rússar hafa notað Lyman sem birgðastöð og fyrir árásir þeirra í Donetsk og yrði tap bæjarins mikið högg fyrir þá. Áðurnefndur talsmaður sagði að með því að frelsa Lyman opnaðist leið fyrir Úkraínumenn inn í Luhansk-hérað, sem Rússar stjórna að mestu. Talsmaður úkraínska hersins sagði blaðamönnum í morgun að allt að fimm þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn væru umkringdir en talan gæti verið lægri vegna mikils mannfalls og tilrauna Rússa til að brjóta sér leið út úr umsátrinu. Talsmaðurinn sagði einnig að einhverjir rússneskir hermenn væru að gefast upp og margir hefðu fallið eða særst. Skömmu fyrir hádegið byrjuðu þó að berast fregnir af því að flestir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið Lyman og barst myndefni af úkraínskum hermönnum í borginni. Einhverjir hermenn eru sagðir vera þar áfram en það er óstaðfest eins og er. Ukraine's armed forces raising the blue and yellow flag above the #Lyman entrance sign on the outskirts of the city. "Stabilisation measures" are being carried out, eastern command says, amid reports that around 5000 Russian soldiers remain trapped inside pic.twitter.com/xWnp4YbkX7— Luke Harding (@lukeharding1968) October 1, 2022 Þá er einnig enn óljóst hvort einhverjir rússneskir hermenn hafi verið handsamaðir, eins og áðurnefndur talsmaður hélt fram í morgun. Flestir sagðir hafa hörfað Það að Rússar hafi mögulega hörfða frá Lyman rímar við fregnir gærdagsins og það að Úkraínumenn hafi haldið einni undankomuleið opinni fyrir Rússa og undirbúið árásir á rússneskar hersveitir á ferðinni. Þannig hefðu Úkraínumenn geta breytt skipulögðu undanhaldi í almennan flótta og valdið miklu mannfalli meðal Rússa. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Myndbandið sem sjá má hér að neðan er sagt hafa verið tekið í gær og sýna rússneska hermenn yfirgefa Lyman. Það vekur athygli að þar má sjá fjölmarga hefðbundna bíla í röðinni, sem rússneskir hermenn virðast hafa tekið. Engar stórskotaliðsárásir sjást þó sem gæti þýtt að Úkaínumönnum hafi ekki tekist að gera árásir á Rússa þegar þeir hörfuðu. Þá eru Rússar sagðir hafa sprengt upp brú á eftir sér. A column of Russians leaving the Lyman through the village of Zarichne, September 30. pic.twitter.com/02ZAO2oOQq— English (@TpyxaNews) October 1, 2022 Þá eru einnig að berast óstaðfestar fregnir af því að Úkraínumenn hafi haldlagt mikið af hergögnum sem rússnekir hermenn eru sagðir hafa skilið eftir á undanhaldinu. Hér að neðan má sjá myndband af T-90A skriðdreka sem Rússar eru sagðir hafa yfirgefið nærri Lyman. Þessir skriðdrekar eru meðal þeirra háþróuðustu sem framleiddir eru í Rússlandi. #Ukraine: Another T-90A in good condition was abandoned by Russian forces in the East. pic.twitter.com/zbheT1zJat— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 1, 2022 Innlimaði Lyman í gær Bæði Donetsk og Luhansk eru meðal þeirra héraða sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti yfir í gær að hefðu verið innlimuð í rússneska sambandsríkið. Rússar lýstu í gær yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Úkraínumenn segja það gera út af við möguleikann á friðarviðræðum og heita því að frelsa öll héruð landsins og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Pútín var vígreifur í garð Vesturlanda í ræðu sem hann hélt í gær og gaf meðal annars til kynna að notkun kjarnorkuvopna kæmi til greina. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sem eru helstu bakhjarlar Úkraínu, sagði í gær að innlimunin og ógnanir Pútins myndu ekki breyta neinu. Bandaríkin og heimurinn allur myndi ekki viðurkenna innlimunina. Ukrainian soldiers pulling down the Russian flag in recently liberated Shandryholove, Donetsk Oblast. pic.twitter.com/CSbLXB09iC— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) October 1, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Rússar hafa notað Lyman sem birgðastöð og fyrir árásir þeirra í Donetsk og yrði tap bæjarins mikið högg fyrir þá. Áðurnefndur talsmaður sagði að með því að frelsa Lyman opnaðist leið fyrir Úkraínumenn inn í Luhansk-hérað, sem Rússar stjórna að mestu. Talsmaður úkraínska hersins sagði blaðamönnum í morgun að allt að fimm þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn væru umkringdir en talan gæti verið lægri vegna mikils mannfalls og tilrauna Rússa til að brjóta sér leið út úr umsátrinu. Talsmaðurinn sagði einnig að einhverjir rússneskir hermenn væru að gefast upp og margir hefðu fallið eða særst. Skömmu fyrir hádegið byrjuðu þó að berast fregnir af því að flestir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið Lyman og barst myndefni af úkraínskum hermönnum í borginni. Einhverjir hermenn eru sagðir vera þar áfram en það er óstaðfest eins og er. Ukraine's armed forces raising the blue and yellow flag above the #Lyman entrance sign on the outskirts of the city. "Stabilisation measures" are being carried out, eastern command says, amid reports that around 5000 Russian soldiers remain trapped inside pic.twitter.com/xWnp4YbkX7— Luke Harding (@lukeharding1968) October 1, 2022 Þá er einnig enn óljóst hvort einhverjir rússneskir hermenn hafi verið handsamaðir, eins og áðurnefndur talsmaður hélt fram í morgun. Flestir sagðir hafa hörfað Það að Rússar hafi mögulega hörfða frá Lyman rímar við fregnir gærdagsins og það að Úkraínumenn hafi haldið einni undankomuleið opinni fyrir Rússa og undirbúið árásir á rússneskar hersveitir á ferðinni. Þannig hefðu Úkraínumenn geta breytt skipulögðu undanhaldi í almennan flótta og valdið miklu mannfalli meðal Rússa. Sjá einnig: Umkringdir rússneskir hermenn sagðir hörfa frá Lyman Myndbandið sem sjá má hér að neðan er sagt hafa verið tekið í gær og sýna rússneska hermenn yfirgefa Lyman. Það vekur athygli að þar má sjá fjölmarga hefðbundna bíla í röðinni, sem rússneskir hermenn virðast hafa tekið. Engar stórskotaliðsárásir sjást þó sem gæti þýtt að Úkaínumönnum hafi ekki tekist að gera árásir á Rússa þegar þeir hörfuðu. Þá eru Rússar sagðir hafa sprengt upp brú á eftir sér. A column of Russians leaving the Lyman through the village of Zarichne, September 30. pic.twitter.com/02ZAO2oOQq— English (@TpyxaNews) October 1, 2022 Þá eru einnig að berast óstaðfestar fregnir af því að Úkraínumenn hafi haldlagt mikið af hergögnum sem rússnekir hermenn eru sagðir hafa skilið eftir á undanhaldinu. Hér að neðan má sjá myndband af T-90A skriðdreka sem Rússar eru sagðir hafa yfirgefið nærri Lyman. Þessir skriðdrekar eru meðal þeirra háþróuðustu sem framleiddir eru í Rússlandi. #Ukraine: Another T-90A in good condition was abandoned by Russian forces in the East. pic.twitter.com/zbheT1zJat— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 1, 2022 Innlimaði Lyman í gær Bæði Donetsk og Luhansk eru meðal þeirra héraða sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti yfir í gær að hefðu verið innlimuð í rússneska sambandsríkið. Rússar lýstu í gær yfir ólöglegri innlimun fjögurra héraða Úkraínu. Úkraínumenn segja það gera út af við möguleikann á friðarviðræðum og heita því að frelsa öll héruð landsins og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Pútín var vígreifur í garð Vesturlanda í ræðu sem hann hélt í gær og gaf meðal annars til kynna að notkun kjarnorkuvopna kæmi til greina. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sem eru helstu bakhjarlar Úkraínu, sagði í gær að innlimunin og ógnanir Pútins myndu ekki breyta neinu. Bandaríkin og heimurinn allur myndi ekki viðurkenna innlimunina. Ukrainian soldiers pulling down the Russian flag in recently liberated Shandryholove, Donetsk Oblast. pic.twitter.com/CSbLXB09iC— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) October 1, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir „Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09 Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
„Þetta sýnir ekki styrk. Þetta sýnir veikleika“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu vera mikla stigmögnun í tengslum við innrás Rússa hingað til. Ákvörðun Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefði þó ekki áhrif á eðli átakanna eða stuðning NATO við Úkraínu. 30. september 2022 17:09
Óska eftir skjótri inngöngu í NATO Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti nú fyrir skömmu að ríkisstjórn hans hafi formlega sótt um skjóta inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). Það er í kjölfar þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun fjögurra héraða Úkraínu. 30. september 2022 14:56
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22
Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. 30. september 2022 11:24