Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 14:04 Gervihnattamynd af gasi sem vellur upp úr Eystrasalti þar sem gat kom á Nord Stream-gasleiðslurnar á mánudag. AP/Planet Labs PBC Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54