Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2022 07:30 Svíar hafa fundið fjórða lekann á Nord Stream gaslögnunum. epa/Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Sky News í morgun að um væri að ræða viljaverk og fordæmalausa árás. Hann sagði ríki Evrópu þurfa að vera meðvituð um þá ógn sem steðjaði að mikilvægum innviðum. Kofod sagði skemmdarverkin enn fremur áminningu um nauðsyn þess að verða óháð orku frá Rússlandi. Alþjóðleg nefnd um refsiaðgerðir hefur komist að þeirri niðurstöðu að lýsa ætti Rússland ríki sem styður við hryðjuverk og að landið falli nú undir skilgreininguna á „hryðjuverkaríki“ í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirvöld í Rússlandi hafa freistað þess að kenna Bandaríkjamönnum um gaslekann og samkvæmt RIA Novosti sendi utanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að lekarnir hefðu komið upp á svæði sem væri undir stjórn bandarískra öryggisyfirvalda. Rússar hafa meðal annars vísað til ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í aðdraganda innrásarinnar að ef Rússar færu inn í Úkraínu yrði ekkert af Nord Stream 2. Þess ber þó að geta að Þjóðverjar lokuðu á það samstarf strax í kjölfar innrásarinnar. Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í gær að þau hygðust senda Úkraínumönnum átján Himars-eldflaugakerfi til viðbótar við þau sextán sem þeir hefðu þegar fengið. Úkraínuher hefur notað kerfin í gagnsókn sinni með góðum árangri. Í vopnapakkanum nýja, sem er metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, verður einnig að finna 150 brynvarin farartæki, 150 önnur farartæki og kerfi sem munu nýtast Úkraínumönnum til að verjast írönskum drónum sem Rússar hafa verið að nota á vígvellinum. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Sky News í morgun að um væri að ræða viljaverk og fordæmalausa árás. Hann sagði ríki Evrópu þurfa að vera meðvituð um þá ógn sem steðjaði að mikilvægum innviðum. Kofod sagði skemmdarverkin enn fremur áminningu um nauðsyn þess að verða óháð orku frá Rússlandi. Alþjóðleg nefnd um refsiaðgerðir hefur komist að þeirri niðurstöðu að lýsa ætti Rússland ríki sem styður við hryðjuverk og að landið falli nú undir skilgreininguna á „hryðjuverkaríki“ í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirvöld í Rússlandi hafa freistað þess að kenna Bandaríkjamönnum um gaslekann og samkvæmt RIA Novosti sendi utanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að lekarnir hefðu komið upp á svæði sem væri undir stjórn bandarískra öryggisyfirvalda. Rússar hafa meðal annars vísað til ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í aðdraganda innrásarinnar að ef Rússar færu inn í Úkraínu yrði ekkert af Nord Stream 2. Þess ber þó að geta að Þjóðverjar lokuðu á það samstarf strax í kjölfar innrásarinnar. Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í gær að þau hygðust senda Úkraínumönnum átján Himars-eldflaugakerfi til viðbótar við þau sextán sem þeir hefðu þegar fengið. Úkraínuher hefur notað kerfin í gagnsókn sinni með góðum árangri. Í vopnapakkanum nýja, sem er metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, verður einnig að finna 150 brynvarin farartæki, 150 önnur farartæki og kerfi sem munu nýtast Úkraínumönnum til að verjast írönskum drónum sem Rússar hafa verið að nota á vígvellinum.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira