Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 19:01 Pétur á hliðarlínunni í Mosfellsbæ en hann var ekki sáttur með aðstæður í Tékklandi. Vísir/Tjörvi Týr Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. Leik dagsins lauk með markalausu jafntefli og því ljóst að Valur er úr leik þar sem Slavia Prag vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda með einu marki gegn engu. Pétur ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og lét þar óánægju sína í garð Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og KSÍ í ljós. „Mér finnst í lagi að Knattspyrnusambandið reyni að hjálpa svo það sé hægt [að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar]. Slavia fær vikufrí til að spila þennan leik, áttu að spila á sunnudag en leiknum var frestað,“ sagði þjálfari Valsliðsins frekar ósáttur með álagið sem hefur verið á hans liði. Þann 17. september fór Valur til Vestmannaeyja og spilaði við ÍBV. Miðvikudeginum eftir það mættust Valur og Slavia Prag að Hlíðarenda. Síðasta laugardag fóru Valskonur í Mosfellsbæ og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag spilaði liðið í Tékklandi og mætir svo Selfossi á heimavelli á laugardaginn kemur. „Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Við náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi,“ bætti Pétur við. Pétur hrósaði þó sínu liði og sagði það heilt yfir hafa verið betri aðilinn í einvíginu. Honum fannst lið sitt virka smá þreytt á köflum en sagði það hafa reynt og reynt. Að endingu fór Pétur yfir vallaraðstæður í Tékklandi. „Það stendur Respect [í. virðing] á fána hérna sem er merktum UEFA. Ef þetta er virðing, að spila á svona velli í úrslitaleik um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras og það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli. Á næsta ári stefnum við á að komast í riðlakeppnina,“ sagði Pétur Pétursson að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
Leik dagsins lauk með markalausu jafntefli og því ljóst að Valur er úr leik þar sem Slavia Prag vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda með einu marki gegn engu. Pétur ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og lét þar óánægju sína í garð Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og KSÍ í ljós. „Mér finnst í lagi að Knattspyrnusambandið reyni að hjálpa svo það sé hægt [að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar]. Slavia fær vikufrí til að spila þennan leik, áttu að spila á sunnudag en leiknum var frestað,“ sagði þjálfari Valsliðsins frekar ósáttur með álagið sem hefur verið á hans liði. Þann 17. september fór Valur til Vestmannaeyja og spilaði við ÍBV. Miðvikudeginum eftir það mættust Valur og Slavia Prag að Hlíðarenda. Síðasta laugardag fóru Valskonur í Mosfellsbæ og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag spilaði liðið í Tékklandi og mætir svo Selfossi á heimavelli á laugardaginn kemur. „Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Við náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi,“ bætti Pétur við. Pétur hrósaði þó sínu liði og sagði það heilt yfir hafa verið betri aðilinn í einvíginu. Honum fannst lið sitt virka smá þreytt á köflum en sagði það hafa reynt og reynt. Að endingu fór Pétur yfir vallaraðstæður í Tékklandi. „Það stendur Respect [í. virðing] á fána hérna sem er merktum UEFA. Ef þetta er virðing, að spila á svona velli í úrslitaleik um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras og það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli. Á næsta ári stefnum við á að komast í riðlakeppnina,“ sagði Pétur Pétursson að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira