Íslenski boltinn

Ólsarar framlengja ekki við Guðjón

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Þórðarson hefur stýrt Víkingi Ó. í tvígang.
Guðjón Þórðarson hefur stýrt Víkingi Ó. í tvígang. víkingur ó.

Guðjón Þórðarson heldur ekki áfram sem þjálfari 2. deildarliðs Víkings Ó. Stjórn knattspyrnudeildar félagsins ákvað að framlengja ekki samning hans.

Guðjón tók við Víkingi í annað sinn um mitt síðasta tímabil. Ólsarar féllu þá úr Lengjudeildinni. Á nýafstöðnu tímabili endaði liðið í 7. sæti 2. deildar. Víkingar byrjuðu ekki vel en voru taplausir í síðustu sex umferðunum og unnu síðustu þrjá leiki sína.

Þrátt fyrir það verður Guðjón ekki áfram með Víking sem er því í þjálfaraleit.

Guðjón er einn reyndasti þjálfari landsins og hefur komið víða við á löngum ferli. Auk þess að þjálfa hér á landi hefur hann stýrt liðum á Englandi, í Noregi og Færeyjum. Þá var hann þjálfari íslenska landsliðsins á árunum 1997-99.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.