Búast við þrjú til fjögur þúsund manns í Laugardalshöll á dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 11:31 Bólusett var í höllinni með hléum frá febrúar 2021 til febrúar 2022. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk geta slegið tvær flugur í einu höggi núna, fengið örvunarskammt gegn Covid og inflúensubólusetningu. Vísir/Vilhelm Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu. Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira