Erlent

Ætluðu sér að ræna dóms­mála­ráð­herranum

Atli Ísleifsson skrifar
Vincent Van Quickenborne hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra Belgíu frá árinu 2020 og embætti borgarstjóra í Kortrijk síðan 2013.
Vincent Van Quickenborne hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra Belgíu frá árinu 2020 og embætti borgarstjóra í Kortrijk síðan 2013. EPA

Lögregla í Hollandi hefur handtekið fjóra vegna gruns um að hafa haft í hyggju að ræna belgíska dómsmálaráðherranum Vincent Van Quickenborne.

Van Quickenborne, sem einnig er borgarstjóri Kortrijk í Flæmingjalandi, virtist kenna „eiturlyfjamafíunni“ um málið í ávarpi sem belgíski ríkisfjölmiðlillinn RTBF hefur birt myndband af.

Í myndbandinu ávarpar van Quickenborne fullan sal af fólki þar sem hann segist hafa fengið símtal frá saksóknara á fimmtudaginn þar sem fram hafi komið grunur um áætlanir manna að ræna ráðherranum. Sagðist hann þurfa að breyta dagskránni sinni vegna þessa – slíkt væri ekki ánægjulegt en skiljanlegt.

Van Quickenborne sagði ennfremur að áætlanir mannanna hefðu einmitt þveröfug áhrif en þau sem þeir vonist eftir. Fréttir af slíkum áætlunum hafi einungis hert hann í afstöðu sinni til að leggja aukinn mannafla og fé til baráttunnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Belgíu.

Talsmaður ríkissaksóknara í Hollandi segir að hinir handteknu séu hollenskir ríkisborgarar. Aldur þriggja þeirra séu tuttugu ára, 29 ára og 48 ára, en aldur hins fjórða hefur ekki verið gefinn upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.