Íslenski boltinn

Petryk heldur heim á leið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anna Petryk mundar skotfótinn í leik gegn Val.
Anna Petryk mundar skotfótinn í leik gegn Val. Vísir/Diego

Anna Petryk mun ekki klára tímabilið með Breiðablik í Bestu deild kvenna. Hún hefur ákveðið að halda heim til Úkraínu.

Hin 24 ára gamla Petryk gekk í raðir Breiðabliks í apríl á þessu ári þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna innrásar Rússlands í landið. Petryk kom frá úkraínsku meisturunum í Kharkiv en þar hafði hún spilað allan sinn feril.

Um er að ræða öflugan miðjumann sem hafði spilað 19 leiki í Meistaradeild Evrópu og 20 A-landsleiki fyrir Úkraínu. Hún hefur nú ákveðið að halda heim á leið þó enn ríki stríðsástand í landinu.

Petryk lék alls 14 leiki í Bestu deild kvenna og skoraði tvö mörk ásamt því að leika þrjá leiki í Mjólkurbikarnum. Var hún til að mynda í byrjunarliði Breiðabliks þegar liðið beið lægri hlut gegn Val í úrslitaleik keppninnar.

Brotthvarf Önnu Petryk er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks sem er í harði baráttu við Stjörnuna um 2. sæti Bestu deildar. Þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu er Breiðablik með 33 stig á meðan Stjarnan er sæti neðar með tveimur stigum minna eða 31 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.