Gagnrýndur fyrir að syngja Bohemian Rhapsody stuttu fyrir jarðarförina Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2022 11:21 Justin Trudeau ferðaðist til Bretlands til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. EPA/Adam Vaughan Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur verið gagnrýndur síðustu daga fyrir að hafa sungið lag með hljómsveitinni Queen í hótelanddyri í London, tveimur dögum fyrir jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Söngurinn náðist á myndband eftir að Trudeau hafði snætt kvöldmat ásamt fylgdarliði sínu í London á laugardagskvöld. Hann var í borginni til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar en jarðarförin fór fram á mánudaginn. Með söngnum hafði fylgdarliðið ætlað að votta drottningunni virðingu sína og því fannst þeim við hæfi að velja lag með hljómsveitinni Queen. Trudeau var einmitt að syngja eitt þeirra allra vinsælasta lag, Bohemian Rhapsody, þegar myndbandið var tekið. Last night at the Savoy. Our PM in the UK representing Canada for the Queen s funeral. How do you say you were a drama teacher without saying you were a drama teacher. pic.twitter.com/kfRlve7pmV— Lisa Power (@LisaPow33260238) September 19, 2022 Pólitískir andstæðingar Trudeau og fleiri hafa gagnrýnt hann fyrir sönginn, þó ekki vegna slæmrar raddar, heldur hafa þeir varpað fram spurningunni hvort lagavalið hafi verið við hæfi. „Í alvörunni, hann er forsætisráðherrann, á almannafæri, stutt í jarðarför drottningarinnar og það er svona sem hann hagar sér?“ skrifaði Andrew Coyne, blaðamaður, á Twitter-síðu sína. Þá hafa andstæðingar Trudeau ýtt undir kenningu um að hann hafi verið drukkinn umrætt kvöld. Talsmaður forsætisráðherrans segir hann ekki hafa gert neitt af sér með því að syngja lagið, hann hafi einungis verið að votta drottningunni virðingu sína. Trudeau og fylgdarlið hans hafi sungið fjölda laga saman og verið alls í tvo klukkutíma við píanóið. Kanada Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Söngurinn náðist á myndband eftir að Trudeau hafði snætt kvöldmat ásamt fylgdarliði sínu í London á laugardagskvöld. Hann var í borginni til að vera viðstaddur jarðarför Elísabetar II Bretlandsdrottningar en jarðarförin fór fram á mánudaginn. Með söngnum hafði fylgdarliðið ætlað að votta drottningunni virðingu sína og því fannst þeim við hæfi að velja lag með hljómsveitinni Queen. Trudeau var einmitt að syngja eitt þeirra allra vinsælasta lag, Bohemian Rhapsody, þegar myndbandið var tekið. Last night at the Savoy. Our PM in the UK representing Canada for the Queen s funeral. How do you say you were a drama teacher without saying you were a drama teacher. pic.twitter.com/kfRlve7pmV— Lisa Power (@LisaPow33260238) September 19, 2022 Pólitískir andstæðingar Trudeau og fleiri hafa gagnrýnt hann fyrir sönginn, þó ekki vegna slæmrar raddar, heldur hafa þeir varpað fram spurningunni hvort lagavalið hafi verið við hæfi. „Í alvörunni, hann er forsætisráðherrann, á almannafæri, stutt í jarðarför drottningarinnar og það er svona sem hann hagar sér?“ skrifaði Andrew Coyne, blaðamaður, á Twitter-síðu sína. Þá hafa andstæðingar Trudeau ýtt undir kenningu um að hann hafi verið drukkinn umrætt kvöld. Talsmaður forsætisráðherrans segir hann ekki hafa gert neitt af sér með því að syngja lagið, hann hafi einungis verið að votta drottningunni virðingu sína. Trudeau og fylgdarlið hans hafi sungið fjölda laga saman og verið alls í tvo klukkutíma við píanóið.
Kanada Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira