Skemmdirnar á Púertó Ríkó sagðar hörmulegar Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2022 19:05 AP/Alejandro Granadillo Fellibylurinn Fíóna olli hörmulegum skemmdum á eyjunni Púertó Ríkó í dag. Ríkisstjóri eyjunnar segir eyðilegginguna hvað versta í þéttbýli og að minnst einn sé látinn. Enn sé þó ekki búið að ná að fullu utan um eyðilegginguna. Nærri því öll eyjan er án rafmagns en Fíónu fylgdi mikil rigning sem olli flóðum og aurskriðum. AP fréttaveitan segir Fíónu hafa rifið malbik af götum og þök af húsum. Flóð hafi rifið brýr en enn er mikil rigning á Púertó Ríkó. Veðurfræðingar sögðu fyrr í kvöld að rigningin hefði mælst allt að 56 sentímetrar og von væri á allt að tuttugu sentímetrum til viðbótar. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Púertó Ríkó í dag. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Sá sem vitað er að dó vegna Fíónu var sjötugur maður sem brann illa þegar hann var að hella eldsneyti á ljósavél sína. Sjá einnig: Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Washington Post segir að búið sé að koma rafmagni aftur til um hundrað þúsund heimila og fyrirtækja á norðurhluta Púertó Ríkó. Enn séu þó 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Ríkisstjóri Púertó Ríkó segir að það muni taka einhverja daga að laga dreifikerfi eyjunnar að fullu og koma rafmagni á hjá öllum. Fíóna náði einnig landi í Dóminíska lýðveldinu í dag en veðurfræðingar eiga von á allt að 38 sentímetra rigningu í Dóminíska lýðveldinu. Talið er að Fíóna muni stækka og safna krafti á leið út á Atlantshafið á næstu dögum og gæti fellibylurinn skollið á Bermúda-eyjum á fimmtudag eða föstudag. Here are the 5am AST Monday, September 19 Key Messages for Hurricane #Fiona.Life-threatening & catastrophic flooding continues for #PuertoRico due to heavy rains from Fiona's outer bands, expected to persist through the afternoon.Latest Advisory: https://t.co/EG1Nt92Czm pic.twitter.com/lPXuHg6AlF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 19, 2022 Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Púertó Ríkó Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Nærri því öll eyjan er án rafmagns en Fíónu fylgdi mikil rigning sem olli flóðum og aurskriðum. AP fréttaveitan segir Fíónu hafa rifið malbik af götum og þök af húsum. Flóð hafi rifið brýr en enn er mikil rigning á Púertó Ríkó. Veðurfræðingar sögðu fyrr í kvöld að rigningin hefði mælst allt að 56 sentímetrar og von væri á allt að tuttugu sentímetrum til viðbótar. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Púertó Ríkó í dag. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Sá sem vitað er að dó vegna Fíónu var sjötugur maður sem brann illa þegar hann var að hella eldsneyti á ljósavél sína. Sjá einnig: Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Washington Post segir að búið sé að koma rafmagni aftur til um hundrað þúsund heimila og fyrirtækja á norðurhluta Púertó Ríkó. Enn séu þó 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Ríkisstjóri Púertó Ríkó segir að það muni taka einhverja daga að laga dreifikerfi eyjunnar að fullu og koma rafmagni á hjá öllum. Fíóna náði einnig landi í Dóminíska lýðveldinu í dag en veðurfræðingar eiga von á allt að 38 sentímetra rigningu í Dóminíska lýðveldinu. Talið er að Fíóna muni stækka og safna krafti á leið út á Atlantshafið á næstu dögum og gæti fellibylurinn skollið á Bermúda-eyjum á fimmtudag eða föstudag. Here are the 5am AST Monday, September 19 Key Messages for Hurricane #Fiona.Life-threatening & catastrophic flooding continues for #PuertoRico due to heavy rains from Fiona's outer bands, expected to persist through the afternoon.Latest Advisory: https://t.co/EG1Nt92Czm pic.twitter.com/lPXuHg6AlF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 19, 2022
Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Púertó Ríkó Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira