Íslenski boltinn

Sjáðu mar­ka­flóðið í Úlfarsárdal, endur­komu KR, sjálfs­mörk Skaga­manna og öll hin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktir Jónsson setti boltann í eigið net í gær.
Viktir Jónsson setti boltann í eigið net í gær. Vísir/Diego

Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta fór fram í gær, sunnudag. Alls voru 26 mörk skoruð í leikjunum sex, þar af tólf í Grafarholti þar sem Fram og Keflavík mættust.

Topplið Breiðabliks vann 3-0 sigur á ÍBV en öll mörkin komu í síðari hálfleik. Jason Daði Svanþórsson braut ísinn, Dagur Dan Þórhallsson tvöfaldaði forystuna og Jason Daði gulltryggði svo sigurinn með öðru marki sínu og þriðja marki Breiðabliks. 

Klippa: Besta deildin: Breiðablik 3-0 ÍBV

Í Víkinni var KR í heimsókn hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Ari Sigurpálsson kom heimamönnum yfir og Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna. Ægir Jarl Jónasson minnkaði muninn áður en Arnór Sveinn Aðalsteinsson jafnaði metin í uppbótartíma.

Klippa: Besta deild karla: Víkingur 2-2 KR

Jakob Snær Árnason skoraði eina markið á Hlíðarenda þegar KA lagði Val 1-0.

Klippa: Besta deild karla: Valur 0-1 KA

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri liðsins á FH. Kristinn Freyr Sigurðsson með mark FH-inga.

Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 2-1 FH

Fram skoraði fjögur mörk gegn Keflavík en það dugði ekki til þar sem gestirnir skoruðu átta. Alex Freyr Elísson, Guðmundur Magnússon og Jannik Holmsgaard (2) með mörk heimamanna á meðan Joey Gibbs, Magnús Þór Magnússon, Kian Williams (2), Dagur Ingi Valsson, Ernir Bjarnason, Adam Árni Róbertsson og Adam Ægir Pálsson skoruðu mörk Keflvíkinga. 

Klippa: Besta deild karla: Fram 4-8 Keflavík

Skagamenn skoruðu mörkin en því miður fóru tvö í eigið net þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Leikni Reykjavík á Akranesi. Eyþór Aron Wöhler kom ÍA yfir en Tobias Stagaard og Viktor Jónsson urðu fyrir því óláni að skora sjálfsmörk.

Klippa: Besta deild karla: ÍA 1-2 Leiknir Reykjavík

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endur­koma gestanna minnkaði mögu­leika Víkinga á að verja titilinn til muna

Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×