„Þurfum að brýna stálið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:27 Jón Þór Hauksson og Skagamenn hafa fimm leiki til að bjarga sér frá falli. vísir/diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni, 1-2, í fallslag í Bestu deild karla í dag. Skagamenn skoruðu öll þrjú mörk leiksins. „Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu. Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu.
Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira