Íslenski boltinn

„Þetta er mjög óíþróttamannslegt“

Sindri Sverrisson skrifar
Hin bandaríska Madison Wolfbauer og hin úkraínska Anna Petryk virtust eiga í einhverjum erjum áður en vítaspyrnan var tekin.
Hin bandaríska Madison Wolfbauer og hin úkraínska Anna Petryk virtust eiga í einhverjum erjum áður en vítaspyrnan var tekin. Stöð 2 Sport

Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum sökuðu Önnu Petryk um afar óíþróttamannslega tilburði í leik Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag.

Liðin gerðu markalaust jafntefli en þegar skammt var til leiksloka fékk ÍBV vítaspyrnu þegar Karitas Tómasdóttir braut á Ameera Hussen.

Þegar Madison Wolfbauer bjó sig undir að taka vítaspyrnuna, með reyndar ansi löngu tilhlaupi, virtist Petryk trufla hana. Það töldu þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir óheiðarlegt.

„Þetta er svolítið dirty hjá henni,“ sagði Mist en Wolfbauer skaut svo framhjá úr vítinu. Margrét tók undir:

„Mér finnst þetta stórskrýtið atvik. Hún [Wolfbauer] hefði átt að taka sér betri tíma því að auðvitað tekur þetta hana aðeins úr jafnvægi. Ég hefði jafnvel labbað að boltanum og stillt honum aftur upp, og gert rútínuna upp á nýtt. Þarna er búið að taka þig úr takti. Mér finnst þetta pínu óíþróttamannsleg hegðun,“ sagði Margrét og Mist var fljót að bæta við:

„Ekkert pínu, þetta er mjög óíþróttamannslegt.“ Umræðuna úr þættinum má sjá í klippunni hér að neðan.

Klippa: Bestu mörkin - Víti í Vestmannaeyjum

Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×