Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Snorri Másson skrifar 15. september 2022 11:55 Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“ ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13
Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01
VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55