Erlent

Flug­dólgur dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Konan var farþegi í flugi American Airlines.
Konan var farþegi í flugi American Airlines. Getty/Paul Bersebach

Kona frá New York var á dögunum dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að vera með dólgslæti í flugvél og þannig trufla starfsmenn vélarinnar. Þá verður konan á skilorði næstu fjögur árin.

Konan var farþegi í flugi American Airlines frá Dallas til Los Angeles í febrúar á síðasta ári. Flugvélin þurfti að lenda á miðri leið í Pheonix svo hægt væri að vísa konunni og samferðamanni hennar úr vélinni.

CNN greinir frá þessu en ekki kemur fram hvað nákvæmlega konan gerði. Þó er ljóst að hún hafi farið yfir strik allra starfsmanna vélarinnar en hún var farþegi á fyrsta farrými.

Konan þarf einnig að greiða flugfélaginu rúma níu þúsund dollara í skaðabætur, tæplega 1,3 milljónir íslenskra króna.

Árið 2021 var metár fyrir flugdólga í Bandaríkjunum en alls barst Flugmálastofnun Bandaríkjanna sex þúsund kvartanir á árinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×