Börn drottningarinnar stóðu Vakt prinsanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2022 20:59 Börn drottningarinnar stóðu vaktina við líkkistu móður þeirra í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í dag. Jane Barlow - WPA Pool/Getty Images Karl þriðji Bretakonungur og systkini hans, börn Elísabetar II, stóðu vakt við líkkistu hennar í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í Skotlandi síðdegis í dag. Um er að ræða hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann. Almenningi hefur gefist kostur á að votta drottningunni virðingu sína í dag eftir að líkkista hennar var færð frá Holyrood-höll í Edinborg í dómkirkju heilags Giles. Karl III, ásamt Kamillu Parker-Bowles, eiginkonu hans, fór fyrir líkfylgd þar frá höllinni að dómkirkjunni. Farið var um hina sögufrægu Konunglegu mílu, The Royal Mile, í Edinborg þar sem fjöldi var samankominn til að votta drottningu virðingu sína. Hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann Eftir að líkkistunni var komið fyrir í dómkirkjunni stóðu Karl þriðji og systkini hans, Anna prinsessa, Andrés prins og Játvarður prins vörð um kistuna í um tíu mínútur. Um er að ræða hefð sem nefnist Vaka eða Vakt prinsanna (e. Vigil of the princes) sem varð til þegar Georg fimmti, langafi Karls þriðja, lést árið 1936. Þá stóðu Játvarður áttundi, Albert prins (sem síðar varð Georg sjötti, afi Karls þriðja), Hinrik prins og Georg prins, vörð um líkkistu föður síns í Westminster Hall í London. Klippa: Börn drottningarinnar stóðu vaktina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Karl stendur hina svokölluðu Prinsavakt. Hann gerði það einnig árið 2002 þegar amma hans, Elísabet drottningarmóðir, lést. Með honum í það skipti voru einnig Andrés og Játvarður prins og að auki David Armstrong-Jones, sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar annarrar. Anna prinsessa fylgir móður sinni til Lundúna Líkkistan verður staðsett í kirkjunni þangað til síðdegis á morgun er för hennar til Lundúna hefst. Verður henni flogið til höfuðborgarinnar frá Edinborg. Anna prinsessa mun verða með í för. Þegar komið verður til Lundúna verður líkkistan flutt til Buckingham-hallar þar sem Karl og Kamilla munu taka á móti henni. Klippa: Fjöldi kom saman til að votta drottningunni virðingu sína Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að kirkju heilags Giles seinnipartinn í dag til að votta Elísabetu annarri virðingu sína. Kirkjan er dómkirkja skosku þjóðkirkjunnar og þykir hin glæsilegasta. Dómkirkjan með ríka tengingu við Ísland Kirkjan ríka tengingu við Ísland eins og fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2019 þegar Þórir Guðmundsson heimsóttir kirkjuna. Í kirkjunni má finna mikilfenglegan steindan glugga til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Íslendingurinn Leifur Breiðfjörð var fenginn til að hanna gluggann. Glugginn þykir eitt helsta aðdráttarafl kirkjunnar, eins og fjallað var um í fréttinni, sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Tengdar fréttir Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57 Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Almenningi hefur gefist kostur á að votta drottningunni virðingu sína í dag eftir að líkkista hennar var færð frá Holyrood-höll í Edinborg í dómkirkju heilags Giles. Karl III, ásamt Kamillu Parker-Bowles, eiginkonu hans, fór fyrir líkfylgd þar frá höllinni að dómkirkjunni. Farið var um hina sögufrægu Konunglegu mílu, The Royal Mile, í Edinborg þar sem fjöldi var samankominn til að votta drottningu virðingu sína. Hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann Eftir að líkkistunni var komið fyrir í dómkirkjunni stóðu Karl þriðji og systkini hans, Anna prinsessa, Andrés prins og Játvarður prins vörð um kistuna í um tíu mínútur. Um er að ræða hefð sem nefnist Vaka eða Vakt prinsanna (e. Vigil of the princes) sem varð til þegar Georg fimmti, langafi Karls þriðja, lést árið 1936. Þá stóðu Játvarður áttundi, Albert prins (sem síðar varð Georg sjötti, afi Karls þriðja), Hinrik prins og Georg prins, vörð um líkkistu föður síns í Westminster Hall í London. Klippa: Börn drottningarinnar stóðu vaktina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Karl stendur hina svokölluðu Prinsavakt. Hann gerði það einnig árið 2002 þegar amma hans, Elísabet drottningarmóðir, lést. Með honum í það skipti voru einnig Andrés og Játvarður prins og að auki David Armstrong-Jones, sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar annarrar. Anna prinsessa fylgir móður sinni til Lundúna Líkkistan verður staðsett í kirkjunni þangað til síðdegis á morgun er för hennar til Lundúna hefst. Verður henni flogið til höfuðborgarinnar frá Edinborg. Anna prinsessa mun verða með í för. Þegar komið verður til Lundúna verður líkkistan flutt til Buckingham-hallar þar sem Karl og Kamilla munu taka á móti henni. Klippa: Fjöldi kom saman til að votta drottningunni virðingu sína Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að kirkju heilags Giles seinnipartinn í dag til að votta Elísabetu annarri virðingu sína. Kirkjan er dómkirkja skosku þjóðkirkjunnar og þykir hin glæsilegasta. Dómkirkjan með ríka tengingu við Ísland Kirkjan ríka tengingu við Ísland eins og fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2019 þegar Þórir Guðmundsson heimsóttir kirkjuna. Í kirkjunni má finna mikilfenglegan steindan glugga til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Íslendingurinn Leifur Breiðfjörð var fenginn til að hanna gluggann. Glugginn þykir eitt helsta aðdráttarafl kirkjunnar, eins og fjallað var um í fréttinni, sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Tengdar fréttir Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57 Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42
Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57
Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28