Viðræður leiðtoga hægriflokka hafnar Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 12:43 Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnaði í nótt. Getty Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, sátu saman hádegisverðarfund á skrifstofum Moderaterna í Stokkhólmi í dag. Sænskir fjölmiðlar segja viðræður hægriflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar vera hafnar. Sænska blaðið Aftonbladet segir að ákvörðun um hádegisverðarfund þeirra Kristersson og Åkesson hafi verið tekin þegar í nótt. Segir blaðið að um sé að ræða viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Åkesson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf fundinn um hvað hafi verið rætt og lagði hann áherslu á að enn væri beðið eftir endanlegri niðurstöðu kosninganna. Afar mjótt er á munum milli hægri blokkarinnar í sænskum stjórnmálum sem fær 175 þingsæti og vinstri blokkarinnar sem fær 174 þingsæti samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag, eða jafnvel fimmtudag, en eins og staðan er nú munar um 47 þúsund atkvæði á blokkunum tveimur. Allt bendir til að Svíþjóðardemókratar verði næststærsti flokkurinn á þingi, á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Segir Åkesson að það sé markmið flokksins að eiga sæti í ríkisstjórn. Myndun slíkrar stjórnar gæti þó reynst erfið þar sem Frjálslyndir, einn flokkanna í hægri flokkinni, hafa sagt að þeir muni ekki styðja stjórn þar sem Svíþjóðardemókratar eiga sæti. Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, gekk á fund Kristersson skömmu eftir að Åkesson yfirgaf skrifstofur Moderaterna. Hann vildi ekkert tjá sig að fundi loknum. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Sænska blaðið Aftonbladet segir að ákvörðun um hádegisverðarfund þeirra Kristersson og Åkesson hafi verið tekin þegar í nótt. Segir blaðið að um sé að ræða viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Åkesson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf fundinn um hvað hafi verið rætt og lagði hann áherslu á að enn væri beðið eftir endanlegri niðurstöðu kosninganna. Afar mjótt er á munum milli hægri blokkarinnar í sænskum stjórnmálum sem fær 175 þingsæti og vinstri blokkarinnar sem fær 174 þingsæti samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag, eða jafnvel fimmtudag, en eins og staðan er nú munar um 47 þúsund atkvæði á blokkunum tveimur. Allt bendir til að Svíþjóðardemókratar verði næststærsti flokkurinn á þingi, á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Segir Åkesson að það sé markmið flokksins að eiga sæti í ríkisstjórn. Myndun slíkrar stjórnar gæti þó reynst erfið þar sem Frjálslyndir, einn flokkanna í hægri flokkinni, hafa sagt að þeir muni ekki styðja stjórn þar sem Svíþjóðardemókratar eiga sæti. Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, gekk á fund Kristersson skömmu eftir að Åkesson yfirgaf skrifstofur Moderaterna. Hann vildi ekkert tjá sig að fundi loknum.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00