„Það er enginn að verja Ingvar“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 13:30 Ingvar Jónsson reyndi að teygja sig í boltann, í baráttu við tvo Keflvíkinga, en boltinn hafnaði í netinu. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta. Keflvíkingar virtust hafa jafnað metin í 1-1 þegar hornspyrna sveif yfir Ingvar Jónsson og inn í mark Víkinga. Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu á Keflvíkinga sem á endanum töpuðu leiknum 3-0. „Mér finnst Víkingar vera að bjóða Keflvíkingum upp í þennan dans,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um „draugamark“ Keflvíkinga. „Það er enginn að verja Ingvar, sem mér finnst óskiljanlegt. Hann er skilinn eftir með 2-3 Keflvíkingum og þeir geta bara myndað blokk fyrir framan hann. Þeir mega það alveg, og hann eðlilega kemst ekkert í boltann. Ég skil ekki af hverju enginn af varnarmönnunum er þarna að aðstoða hann og verja markvörðinn sinn,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Stúkan - Mark dæmt af Keflavík Baldur Sigurðsson tók í sama streng og gagnrýndi uppstillingu Víkinga í horninu: „Þetta mætti vera löglegt bara vegna þess hvernig Víkingarnir stilla upp í þessu horni. Það er meðvindur og boltinn alltaf að fara að skrúfast að markinu. Þeir skilja Ingvar eftir einan og það er meðvituð ákvörðun. Síðan taka þeir allir skrefið út, vindurinn tekur boltann og Ingvar lendir á vegg,“ sagði Baldur og taldi Keflvíkinga ekki hafa brotið af sér: „Það eru tveir menn sem standa þarna, þeir eru smá eins og senter í körfubolta, setja rassinn aðeins út, en það er ekki meira en það og að því leitinu til finnst mér þetta bara vera löglegt mark.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Keflvíkingar virtust hafa jafnað metin í 1-1 þegar hornspyrna sveif yfir Ingvar Jónsson og inn í mark Víkinga. Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu á Keflvíkinga sem á endanum töpuðu leiknum 3-0. „Mér finnst Víkingar vera að bjóða Keflvíkingum upp í þennan dans,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um „draugamark“ Keflvíkinga. „Það er enginn að verja Ingvar, sem mér finnst óskiljanlegt. Hann er skilinn eftir með 2-3 Keflvíkingum og þeir geta bara myndað blokk fyrir framan hann. Þeir mega það alveg, og hann eðlilega kemst ekkert í boltann. Ég skil ekki af hverju enginn af varnarmönnunum er þarna að aðstoða hann og verja markvörðinn sinn,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Stúkan - Mark dæmt af Keflavík Baldur Sigurðsson tók í sama streng og gagnrýndi uppstillingu Víkinga í horninu: „Þetta mætti vera löglegt bara vegna þess hvernig Víkingarnir stilla upp í þessu horni. Það er meðvindur og boltinn alltaf að fara að skrúfast að markinu. Þeir skilja Ingvar eftir einan og það er meðvituð ákvörðun. Síðan taka þeir allir skrefið út, vindurinn tekur boltann og Ingvar lendir á vegg,“ sagði Baldur og taldi Keflvíkinga ekki hafa brotið af sér: „Það eru tveir menn sem standa þarna, þeir eru smá eins og senter í körfubolta, setja rassinn aðeins út, en það er ekki meira en það og að því leitinu til finnst mér þetta bara vera löglegt mark.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Keflavík ÍF Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira