Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. september 2022 07:29 Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív með því að eyðileggja innviði. epa/Sergey Kozlov Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira