Erlent

Sókn Úkraínu­manna gangi vonum framar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Úkraínskir hermenn og íbúar í þorpinu Hnylytsia Persha.
Úkraínskir hermenn og íbúar í þorpinu Hnylytsia Persha. TWITTER/WARMONITOR

Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst.

„Miðborgin er frjáls á ný,“ sagði talsmaður Bohun-herdeildar landhers Úkraínu um borgina Izyum í yfirlýsingu í gærkvöldi. Rússar skildu eftir vopn og skotfæri á víð og dreif en segjast hafa yfirgefið svæðið af hernaðarlegum ástæðum.

Markmið Úkraínumanna í Kharkív var meðal annars að skera á birgðalínur Rússa. Sérfræðingur innan úkraínska hersins segir að það hafi tekist að miklu leyti með frelsun borgarinnar. Úkraínski herinn vinnur enn að því að frelsa þorp og bæi nærri Izyum.

Yfirvöld í Úkraínu birtu myndir í gærkvöldi þar sem fáni Úkraínu blakti víða í borginni, segir í frétt Guardian.


Tengdar fréttir

Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu

Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju.

Hafa náð undra­verðum árangri á nokkrum dögum

Úkraínumenn hafa náð umfangsmiklum árangri í gagnárás gegn Rússum í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Hersveitir Úkraínu eru sagðar komnar minnst fimmtíu kílómetra í gegnum varnir Rússa á einungis þremur dögum og hafa frelsað tugi þorpa og bæja sem hafa verið í haldi Rússa frá því innrásin hófst.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív

Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×