Erlent

Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan heilsa fólki við Windsor

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þetta er fyrsta sinn sem Vilhjálmur og Katrín, prins og prinsessa af Wales, og hertogahjónin Harry og Meghan af Sussex koma saman opinberlega fram eftir andlát drottningarinnar.
Þetta er fyrsta sinn sem Vilhjálmur og Katrín, prins og prinsessa af Wales, og hertogahjónin Harry og Meghan af Sussex koma saman opinberlega fram eftir andlát drottningarinnar. Skjáskot úr útsendingu BBC

Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín prinsessa, Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan eru að heilsa upp á almenning, sem hefur komið sér fyrir fyrir utan Windsor kastala.

Þetta er fyrsta sinn sem prinsarnir og eiginkonur þeirra sýna sig opinberlega saman eftir fráfall Elísabetar annarrar Bretadrottningar á miðvikudag. Vilhjálmur varð við fráfall hennar krónprins en Karl, faðir þeirra bræðra, er nú Karl þriðji Bretakonungur. 

Gríðarlegur fjöldi fólks beið fjórmenninganna fyrir utan kastalann. Þau byrjuðu á því að flytja ræður til heiðurs drottningunni en á meðan hlustaði mannmergðin þögul á. Þegar þau höfðu lokið ræðum sínum brutust út fagnaðarlæti.

Nú hefur verið ákveðið að útför Elísabetar Bretadrottningar fari fram mánudaginn 19. september næstkomandi við Westminster Abbey dómkirkjuna. Líkkista hennar verður flutt á morgun frá Balmoral í Skotlandi til Edinborgar áður en hún verður flutt þaðan til Lundúna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×