Elísabet verður jarðsungin 19. september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:15 Elísabet verður borin til grafar 19. september næstkomandi. getty Elísabet önnur Bretadrottning verður jarðsungin frá dómkirkjunni Westminster Abbey mánudaginn 19. september næstkomandi. Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Elísabet lést umkringd fjölskyldu sinni í Balmoral kastala í Skotlandi á fimmtudag. Hún var orðin 96 ára gömul og hafði setið á valdastóli í sjötíu ár. Sonur hennar Karl var í morgun lýstur konungur. Westminster Abbey er sá staður sem konungar og drottningar Bretlands hafa í aldanna rás verið krýnd. Þá voru þau Elísabet og Filippus prins vígð í hjónaband í kirkjunni árið 1947. Þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum munu ferðast til Lundúna til að vera viðstaddir útförinni til þess að minnast þeirra áratuga sem drottningin þjónaði landi sínu og þjóð. Þá er ráðgert að breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir útförinni, sem mun vera sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi. Líklegt er, samkvæmt frétt BBC, að David Hoyle sóknarprestur Westminster, sem drottningin skipaði sjálf, muni stjórna útförinni ásamt Justin Welby erkibiskup í Cantebury. Þá er líklegt að Liz Truss forsætisráðherra muni lesa ritningarlestur við athöfnina. Síðasta ferðalag drottningarinnar hefst á morgun Drottningin mun halda af stað í sitt síðasta ferðalag á morgun þegar líkkista hennar, sem BBC segir smíðaða úr eik, verður borin til Edinborgar. Þar verður kistu hennar komið fyrir í dómkirkju Sankti Giles í Edinborg svo almenningur geti vottað henni virðingu sína. Sólarhring síðar verður flogið með hana til Lundúna. Þar getur almenningur vottað henni virðingu sína í fjóra daga í Westminster Hall í Lundúnum. Dagana fyrir útförina munu Karl þriðji Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla ferðast til Skotlands, Norður-Írlands og Wales. Landanna þriggja sem auk Englands mynda Bretland. Fyrst fara þau til Skotlands, þar sem þau munu heimsækja skoska þingið og sækja athöfn til minningar um drottninguna. Á þriðjudag munu hjónin halda til Belfast og heimsækja Hillsborough kastala. Þar munu þau einnig sækja athöfn til minningar um drottninguna og hita fyrir norðurírska þingið. Þar á eftir snúa þau aftur til Lundúna til þess að vera viðstödd þegar líkkista Elísabetar kemur til borgarinnar. Á föstudag munu þau ferðast til Wales.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Bretland Kóngafólk Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira