Íslenski boltinn

Tinda­stóll upp í Bestu deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Murielle Tiernan (til hægri) skoraði tvö mörk er Tindastóll tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna. Hún er enn í baráttunni um gullskóinn.
Murielle Tiernan (til hægri) skoraði tvö mörk er Tindastóll tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna. Hún er enn í baráttunni um gullskóinn. Vísir/Hulda Margrét

Tindastóll vann öruggan 5-0 útisigur á Augnabliki í Kópavogi í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sigurinn þýðir að Tindastóll er komið aftur upp í Bestu deild kvenna eftir aðeins ár í Lengjudeildinni.

Alls fóru reyndar þrír leikir fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í Hafnafirði á meðan Haukar unnu Fjölni í Grafarvogi. Mörk Tindastóls skoruðu Murielle Tiernan (2), Melissa Alison Garcia (2) og Hannah Jane Cade (1). 

Eftir leiki kvöldsins er FH á toppi deildarinnar með 41 stig þegar einn leikur er eftir. Tindastóll er í öðru sæti með 40 stig, Fylkir er í 6. sæti með 18 stig, Augnablik er í 8. stig með 13 stig á meðan Haukar og Fjölnir eru fallin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×