Enski boltinn

Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna

Valur Páll Eiríksson skrifar
Trevor Sinclair hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummæla sinna.
Trevor Sinclair hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummæla sinna. Getty

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna.

Elísabet var drottning í 70 ár, frá árinu 1952, en Sinclair sagði hana hafa leyft kynþáttafordómum að grassera í sinni valdatíð. Fólk sem er dökkt á hörund ætti því ekki að syrgja drottninguna.

„Rasismi var gerður útlægur í Englandi á 7. áratugnum og hefur verið leyft að viðgangast svo af hverju ætti fólk sem er dökkt á hörund að syrgja,“ skrifaði Sinclair á Twitter.

Margir hafa gagnrýnt ummælin, þar á meðal kollegar hans á útvarpsrásinni Talksport. Sinclair hefur unnið sem sérfræðingur hjá rásinni síðustu ár eftir að leikmannaferli hans lauk.

Talksport hefur nú tilkynnt að Sinclair muni stíga til hliðar og muni ekki vera í loftinu þar til málið hefur verið rannsakað.

„Sinclair mun ekki vera í loftinu á meðan við framkvæmum ítarlega rannsókn á samhengi og tímasetningu tísts hans. Þó að við virðum rétt Trevor Sinclair til að tjá sínar skoðanir á sínum persónulega Twitter-reikningi, endurspeglar það ekki skoðanir talkSPORT,“ segir í tilkynningu frá Talksport á Twitter.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.