Ólíklegt að leikið verði á Englandi um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 20:31 Enski boltinn verður að öllum líkindum settur á ís um helgina. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar í dag þykir afar ólíklegt að leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og neðri deildum landsins, muni fara fram. Eins og greint var frá á flestum miðlum heims fyrr í dag lést Elísabet II Bretlandsdrottning í kastala sínum í Skotlandi í dag. Hún var 96 ára gömul, en heilsu hennar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum. Af þeim sökum verður þjóðarsorg væntanlega lýst yfir á Bretlandseyjum og því verður öllum íþróttum í landinu frestað. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þar á meðal stórleikur Manchester City og Tottenham á laugardaginn. This weekend's @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022 Ensku deildarsamtökin EFL sendu einnig frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem segir að komandi leikir verði ræddir við bresku ríkisstjórnina og að tilkynningar um þá sé að vænta eins fljótt og mögulegt er. Þá hefur það nú þegar verið staðfest að leikir morgundagsins í enska boltanum munu ekki fara fram. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley áttu að taka á móti Norwich í ensku B-deildinni og Tranmere Rovers og Stockport County áttu að mætast í C-deildinni. EFL statement: As a mark of respect, following the passing of Her Majesty, The Queen Elizabeth II earlier today, the EFL has confirmed that its fixtures scheduled for Friday evening have been postponed.https://t.co/Kdnha4AOfX— EFL Communications (@EFL_Comms) September 8, 2022 Enski boltinn Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Sjá meira
Eins og greint var frá á flestum miðlum heims fyrr í dag lést Elísabet II Bretlandsdrottning í kastala sínum í Skotlandi í dag. Hún var 96 ára gömul, en heilsu hennar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum. Af þeim sökum verður þjóðarsorg væntanlega lýst yfir á Bretlandseyjum og því verður öllum íþróttum í landinu frestað. Henry Winter, einn virtasti íþróttablaðamaður Englands, vekur athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Heil umferð átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þar á meðal stórleikur Manchester City og Tottenham á laugardaginn. This weekend's @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022 Ensku deildarsamtökin EFL sendu einnig frá sér tilkynningu fyrr í kvöld þar sem segir að komandi leikir verði ræddir við bresku ríkisstjórnina og að tilkynningar um þá sé að vænta eins fljótt og mögulegt er. Þá hefur það nú þegar verið staðfest að leikir morgundagsins í enska boltanum munu ekki fara fram. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley áttu að taka á móti Norwich í ensku B-deildinni og Tranmere Rovers og Stockport County áttu að mætast í C-deildinni. EFL statement: As a mark of respect, following the passing of Her Majesty, The Queen Elizabeth II earlier today, the EFL has confirmed that its fixtures scheduled for Friday evening have been postponed.https://t.co/Kdnha4AOfX— EFL Communications (@EFL_Comms) September 8, 2022
Enski boltinn Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Sjá meira