Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2022 11:47 Mikill fjöldi útlendinga hefur komið til starfa í byggingarvinnu og ferðaþjónustu á Íslandi á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frumvarp hans til breytinga á útlendingalögum kæmi fram á fyrstu dögum þings sem kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta vorþingi og verður nú lagt fram í fimmta sinn. „Það er búið að vinna aðeins í því í sumar að skoða umsagnir eftir þá ítarlegu málsmeðferð sem málið fékk í vor. Ég útiloka ekki að það séu einhverjar breytingar á því en meginefni frumvarpsins er óbreytt og tilgangur þess og markmið,“ segir Jón. Sem væri að skýra leikreglurnar og samræma vinnubrögðin að hluta við það sem þekktist í nágrannalöndum og samstarfsríkjum. Breytingarnar væru mikilvægar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun verndarkerfisins en á sama tíma auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma til Íslands að vinna.Stöð 2/Egill „Við sjáum auðvitað fordæmalausa fjölgun á flóttamönnum til Íslands. Það er ekki tilviljun,“ sagði Jón og vildi meina að kerfið væri misnotað af fólki sem þegar hefði fengið vernd annars staðar þar sem það gæti fengið gefin út nauðsynleg skilríki. Með þeim gæti það síðan sótt um vinnu og dvalarleyfi annars staðar í Evrópu án þess að koma hingað á forsendum hælisleitar. Jón segist mjög fylgjandi því að auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til að vinna, enda skortur á vinnuafli. Það væri aftur á móti á hendi félagsmálaráðherra að koma fram með frumvarp um þá hlið mála. „Já, ég tel reyndar að það sé mjög mikilvægt. Tek þar undir með mörgum í atvinnulífinu um mikilvægi þess að geta sótt sér fjölbreytta reynslu og þekkingu frá öðrum löndum í formi starfsfólks sem hingað getur komið og tekið hér þátt í lífi og starfi,“ segir dómsmálaráðherra. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikla þörf á erlendu vinnuafli á Íslandi á næstu árum og áratugum.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tekur heilshugar undir þetta. Á næstu árum og áratugum væri þörf á verulegri fjölgun erlendra sérfræðinga og almenns vinnuafls. „Við þurfum að tryggja, að við í raun leggjum út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vill koma og byggja upp gott líf til framtíðar. Það er okkar hagur líka. Þess vegna fagna ég þessum ummælum mjög.“ Er flókið í dag að fá hingað fólk til vinnu utan Evrópska efnahagssvæðisins? „Það er allt of flókið og allt of tafsamt. Við höfum vitað af þessum vanda lengi og stjórnmálin líka. En orð eru til alls fyrst. Ég ætla að leyfa dómsmálaráðherra að njóta vafans að nú verði gerð gangskör að því að laga þetta í eitt skipti fyrir öll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Efnahagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32 Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frumvarp hans til breytinga á útlendingalögum kæmi fram á fyrstu dögum þings sem kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta vorþingi og verður nú lagt fram í fimmta sinn. „Það er búið að vinna aðeins í því í sumar að skoða umsagnir eftir þá ítarlegu málsmeðferð sem málið fékk í vor. Ég útiloka ekki að það séu einhverjar breytingar á því en meginefni frumvarpsins er óbreytt og tilgangur þess og markmið,“ segir Jón. Sem væri að skýra leikreglurnar og samræma vinnubrögðin að hluta við það sem þekktist í nágrannalöndum og samstarfsríkjum. Breytingarnar væru mikilvægar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun verndarkerfisins en á sama tíma auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma til Íslands að vinna.Stöð 2/Egill „Við sjáum auðvitað fordæmalausa fjölgun á flóttamönnum til Íslands. Það er ekki tilviljun,“ sagði Jón og vildi meina að kerfið væri misnotað af fólki sem þegar hefði fengið vernd annars staðar þar sem það gæti fengið gefin út nauðsynleg skilríki. Með þeim gæti það síðan sótt um vinnu og dvalarleyfi annars staðar í Evrópu án þess að koma hingað á forsendum hælisleitar. Jón segist mjög fylgjandi því að auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til að vinna, enda skortur á vinnuafli. Það væri aftur á móti á hendi félagsmálaráðherra að koma fram með frumvarp um þá hlið mála. „Já, ég tel reyndar að það sé mjög mikilvægt. Tek þar undir með mörgum í atvinnulífinu um mikilvægi þess að geta sótt sér fjölbreytta reynslu og þekkingu frá öðrum löndum í formi starfsfólks sem hingað getur komið og tekið hér þátt í lífi og starfi,“ segir dómsmálaráðherra. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikla þörf á erlendu vinnuafli á Íslandi á næstu árum og áratugum.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tekur heilshugar undir þetta. Á næstu árum og áratugum væri þörf á verulegri fjölgun erlendra sérfræðinga og almenns vinnuafls. „Við þurfum að tryggja, að við í raun leggjum út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vill koma og byggja upp gott líf til framtíðar. Það er okkar hagur líka. Þess vegna fagna ég þessum ummælum mjög.“ Er flókið í dag að fá hingað fólk til vinnu utan Evrópska efnahagssvæðisins? „Það er allt of flókið og allt of tafsamt. Við höfum vitað af þessum vanda lengi og stjórnmálin líka. En orð eru til alls fyrst. Ég ætla að leyfa dómsmálaráðherra að njóta vafans að nú verði gerð gangskör að því að laga þetta í eitt skipti fyrir öll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Efnahagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32 Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54
Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32
Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31