Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2022 11:47 Mikill fjöldi útlendinga hefur komið til starfa í byggingarvinnu og ferðaþjónustu á Íslandi á undanförnum árum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frumvarp hans til breytinga á útlendingalögum kæmi fram á fyrstu dögum þings sem kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta vorþingi og verður nú lagt fram í fimmta sinn. „Það er búið að vinna aðeins í því í sumar að skoða umsagnir eftir þá ítarlegu málsmeðferð sem málið fékk í vor. Ég útiloka ekki að það séu einhverjar breytingar á því en meginefni frumvarpsins er óbreytt og tilgangur þess og markmið,“ segir Jón. Sem væri að skýra leikreglurnar og samræma vinnubrögðin að hluta við það sem þekktist í nágrannalöndum og samstarfsríkjum. Breytingarnar væru mikilvægar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun verndarkerfisins en á sama tíma auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma til Íslands að vinna.Stöð 2/Egill „Við sjáum auðvitað fordæmalausa fjölgun á flóttamönnum til Íslands. Það er ekki tilviljun,“ sagði Jón og vildi meina að kerfið væri misnotað af fólki sem þegar hefði fengið vernd annars staðar þar sem það gæti fengið gefin út nauðsynleg skilríki. Með þeim gæti það síðan sótt um vinnu og dvalarleyfi annars staðar í Evrópu án þess að koma hingað á forsendum hælisleitar. Jón segist mjög fylgjandi því að auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til að vinna, enda skortur á vinnuafli. Það væri aftur á móti á hendi félagsmálaráðherra að koma fram með frumvarp um þá hlið mála. „Já, ég tel reyndar að það sé mjög mikilvægt. Tek þar undir með mörgum í atvinnulífinu um mikilvægi þess að geta sótt sér fjölbreytta reynslu og þekkingu frá öðrum löndum í formi starfsfólks sem hingað getur komið og tekið hér þátt í lífi og starfi,“ segir dómsmálaráðherra. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikla þörf á erlendu vinnuafli á Íslandi á næstu árum og áratugum.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tekur heilshugar undir þetta. Á næstu árum og áratugum væri þörf á verulegri fjölgun erlendra sérfræðinga og almenns vinnuafls. „Við þurfum að tryggja, að við í raun leggjum út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vill koma og byggja upp gott líf til framtíðar. Það er okkar hagur líka. Þess vegna fagna ég þessum ummælum mjög.“ Er flókið í dag að fá hingað fólk til vinnu utan Evrópska efnahagssvæðisins? „Það er allt of flókið og allt of tafsamt. Við höfum vitað af þessum vanda lengi og stjórnmálin líka. En orð eru til alls fyrst. Ég ætla að leyfa dómsmálaráðherra að njóta vafans að nú verði gerð gangskör að því að laga þetta í eitt skipti fyrir öll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Efnahagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32 Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra greindi frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að frumvarp hans til breytinga á útlendingalögum kæmi fram á fyrstu dögum þings sem kemur saman á þriðjudag í næstu viku. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta vorþingi og verður nú lagt fram í fimmta sinn. „Það er búið að vinna aðeins í því í sumar að skoða umsagnir eftir þá ítarlegu málsmeðferð sem málið fékk í vor. Ég útiloka ekki að það séu einhverjar breytingar á því en meginefni frumvarpsins er óbreytt og tilgangur þess og markmið,“ segir Jón. Sem væri að skýra leikreglurnar og samræma vinnubrögðin að hluta við það sem þekktist í nágrannalöndum og samstarfsríkjum. Breytingarnar væru mikilvægar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun verndarkerfisins en á sama tíma auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma til Íslands að vinna.Stöð 2/Egill „Við sjáum auðvitað fordæmalausa fjölgun á flóttamönnum til Íslands. Það er ekki tilviljun,“ sagði Jón og vildi meina að kerfið væri misnotað af fólki sem þegar hefði fengið vernd annars staðar þar sem það gæti fengið gefin út nauðsynleg skilríki. Með þeim gæti það síðan sótt um vinnu og dvalarleyfi annars staðar í Evrópu án þess að koma hingað á forsendum hælisleitar. Jón segist mjög fylgjandi því að auðvelda fólki utan Evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað til að vinna, enda skortur á vinnuafli. Það væri aftur á móti á hendi félagsmálaráðherra að koma fram með frumvarp um þá hlið mála. „Já, ég tel reyndar að það sé mjög mikilvægt. Tek þar undir með mörgum í atvinnulífinu um mikilvægi þess að geta sótt sér fjölbreytta reynslu og þekkingu frá öðrum löndum í formi starfsfólks sem hingað getur komið og tekið hér þátt í lífi og starfi,“ segir dómsmálaráðherra. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikla þörf á erlendu vinnuafli á Íslandi á næstu árum og áratugum.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tekur heilshugar undir þetta. Á næstu árum og áratugum væri þörf á verulegri fjölgun erlendra sérfræðinga og almenns vinnuafls. „Við þurfum að tryggja, að við í raun leggjum út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vill koma og byggja upp gott líf til framtíðar. Það er okkar hagur líka. Þess vegna fagna ég þessum ummælum mjög.“ Er flókið í dag að fá hingað fólk til vinnu utan Evrópska efnahagssvæðisins? „Það er allt of flókið og allt of tafsamt. Við höfum vitað af þessum vanda lengi og stjórnmálin líka. En orð eru til alls fyrst. Ég ætla að leyfa dómsmálaráðherra að njóta vafans að nú verði gerð gangskör að því að laga þetta í eitt skipti fyrir öll,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Efnahagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32 Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Fleiri fréttir Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54
Flóttafólki komið fyrir í Hafnarfirði án samráðs Bæjarstjórn Hafnarfjarðar segir bæinn ekki getað tekið við fleira flóttafólki í bili. Innviðir sveitarfélagsins séu fyrir allnokkru komnir að þolmörkum, þá sérstaklega hvað varðar skólaþjónustu og stuðning til barna varðar. 31. ágúst 2022 18:32
Vilja fá fleiri sveitarfélög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið. 25. ágúst 2022 06:31