Erlent

Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kirill Stremousov (t.v.) segir að ekki sé óhætt að halda atkvæðagreiðslu sem sakir standa.
Kirill Stremousov (t.v.) segir að ekki sé óhætt að halda atkvæðagreiðslu sem sakir standa. Stringer/Anadolu Agency via Getty

Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi.

Atkvæðagreiðslan er ekki ólík þeirri sem haldin var á Krímskaga árið 2014 þar sem íbúar voru látnir greiða atkvæði um hvort þeir vildu áfram vera hluti af Úkraínu eða ganga til liðs við Rússland. Deilt hefur verið um lögmæti og framkvæmd hennar og hefur meirihluti alþjóðasamfélagsins ekki viðurkennt innlimun Rússlands á Krímskaga.

Kirill Stremousov, yfirmaður rússneska heraflans í Kherson, segir að þessum áformum hafi verið slegið á frest en átök hafa sigmagnast síðustu vikurnar vegna umfangsmikillar gagnsóknar Úkraínumanna í suðri.

Iryna Verechchuck, aðstoðarforsætisráðherra, hefur hvatt íbúa Kherson til að yfirgefa svæðið hið fyrsta vegna stigmagnandi átaka. Hún hefur líka varað fólk við að taka þátt í atkvæðagreiðslunni sem hún segir ólöglega. Þeir sem taki þátt geti átt yfir höfði sér lögsókn.


Tengdar fréttir

Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“

Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu.

Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson

Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×