Erlent

Al­var­lega slösuð eftir há­karla­á­rás á Hawa­ii

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað við Paia-flóa á eyjunni Maui.
Atvikið átti sér stað við Paia-flóa á eyjunni Maui. Getty

Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar.

Konan var að synda um þrettán metra frá landi þegar árásin átti sér stað. Hún var flutt á spítala á eyjunni þar sem reynt er að gera að sárum hennar.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni á Maui segir að meiðsli hennar séu alvarleg og að verið sé að rannsaka málið. Ströndin var opnuð aftur í morgun.

Hákarlaárásir eru ekki algengar á Hawaii en frá því að talning hófst árið 1828 hafa 116 árásir verið skráðar og hafa átta manns látist í þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×