Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 10:46 Viktor Freyr Sigurðsson ver vítaspyrnu Björns Daníels Sverrissonar. Eins og sjá má var hann kominn vel út af línunni. stöð 2 sport Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en FH-ingar fengu svo sannarlega tækifæri til að taka stigin þrjú. Á 47. mínútu dæmdi Vilhjálmur Alvar Þórarinsson víti á Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis, þegar hann sparkaði aftan í Steven Lennon. Skotinn fór sjálfur á punktinn en skaut í slá. Lennon klúðraði einnig víti í 2-1 bikarsigri FH á KA á fimmtudaginn. Hann hefur skorað sex mörk í Mjólkurbikarnum en aðeins tvö í Bestu deildinni. Lennon hefur ekki skorað þar síðan í 1-1 jafntefli við Stjörnuna 4. júlí. Það var fyrsti leikur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen. Lennon hefur skorað 99 mörk í efstu deild en hundraðsta markið lætur enn bíða eftir sér. Klippa: Vítaklúður FH-inga Þegar fimm mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma fékk FH annað víti. Zean Dalügge keyrði þá í bakið á Ólafi Guðmundssyni og Vilhjálmur benti á punktinn. Að þessu sinni var röðin komin að Birni Daníel Sverrissyni. Hann setti boltann í hægra hornið frá sér séð en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, skutlaði sér þangað og varði. Hann var reyndar kominn vel út af línunni þegar hann varði en Vilhjálmur lét ekki endurtaka spyrnuna. Hann flautaði svo til leiksloka. Vítavarsla Viktors gæti reynst afar dýrmæt en með sigri hefði FH komist fimm stigum á undan Leikni í botnbaráttunni. Leiknismenn eru á botni deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 10. sætinu, en eiga leik til góða. Vítaklúður FH-inga í Breiðholtinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en FH-ingar fengu svo sannarlega tækifæri til að taka stigin þrjú. Á 47. mínútu dæmdi Vilhjálmur Alvar Þórarinsson víti á Bjarka Aðalsteinsson, fyrirliða Leiknis, þegar hann sparkaði aftan í Steven Lennon. Skotinn fór sjálfur á punktinn en skaut í slá. Lennon klúðraði einnig víti í 2-1 bikarsigri FH á KA á fimmtudaginn. Hann hefur skorað sex mörk í Mjólkurbikarnum en aðeins tvö í Bestu deildinni. Lennon hefur ekki skorað þar síðan í 1-1 jafntefli við Stjörnuna 4. júlí. Það var fyrsti leikur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen. Lennon hefur skorað 99 mörk í efstu deild en hundraðsta markið lætur enn bíða eftir sér. Klippa: Vítaklúður FH-inga Þegar fimm mínútur voru komnar frma yfir venjulegan leiktíma fékk FH annað víti. Zean Dalügge keyrði þá í bakið á Ólafi Guðmundssyni og Vilhjálmur benti á punktinn. Að þessu sinni var röðin komin að Birni Daníel Sverrissyni. Hann setti boltann í hægra hornið frá sér séð en Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, skutlaði sér þangað og varði. Hann var reyndar kominn vel út af línunni þegar hann varði en Vilhjálmur lét ekki endurtaka spyrnuna. Hann flautaði svo til leiksloka. Vítavarsla Viktors gæti reynst afar dýrmæt en með sigri hefði FH komist fimm stigum á undan Leikni í botnbaráttunni. Leiknismenn eru á botni deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir FH-ingum sem eru í 10. sætinu, en eiga leik til góða. Vítaklúður FH-inga í Breiðholtinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Sjá meira
Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. 4. september 2022 16:35
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó