Íslenski boltinn

Þrjú rauð spjöld og Þórssigur í Vogunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjarni Guðjón Brynjólfsson.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson. Akureyri.net - Skapti Hallgrímsson

Þór vann öruggan sigur á föllnum Þrótturum í síðasta leik dagsins í Lengjudeildinni í fótbolta.

Hinn átján ára gamli Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði bæði mörk Þórs í 2-0 sigri að því er fram kemur í textalýsingu Fótbolta.net. Fyrra markið skoraði Bjarni strax á fjórðu mínútu og hið síðara á 38.mínútu.

Þó ekki hafi fleiri mörk verið skoruð í leiknum hafði dómarateymið í nógu að snúast í síðari hálfleik þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft.

Fyrstur til að vera rekinn af velli var Alexander Már Þorláksson, sóknarmaður Þórs, en Dagur Guðjónsson, leikmaður Þróttar og Brynjar Gestsson, þjálfari Þróttar fengu einnig að líta rauða spjaldið á lokamínútum leiksins.

Þór er í 8.sæti deildarinnar með 27 stig þegar tveimur umferðum er ólokið en Þróttarar eru neðstir með sex stig og leika í 2.deild á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×