Siggi Jóns stakk brotnum tönnum Kára í jakkavasann og leik haldið áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2022 07:30 Sigurður Jónsson passaði upp á tennur Kára Árnasonar á meðan hann hélt áfram leik. Sigurður tók hann svo af velli skömmu síðar. Samsett/Bára Dröfn/Skessuhorn Kári Árnason fékk olnbogaskot í leik með Víkingi snemma á ferlinum sem varð þess valdandi að hann spilað með góm í munninum næsta rúma áratuginn. Sigurður Jónsson, þjálfari hans hjá Víkingum, var innan handar þegar tennur Kára brotnuðu. Kári fór um víðan völl í viðtali við þá Vilhjálm Frey Hallsson og Andra Geir Gunnarsson í hlaðvarpinu Steve Dagskrá og ræddi meðal annars árin sín í bandaríska háskólaboltanum. Andri spurði hann þá hvort að þaðan hefði komið sú venja Kára að spila með góm í kjaftinum. Kári sagði það ekki vera rakið til Bandaríkjanna heldur hafi hann fengið olnbogaskot á kjaftinn í leik með Víkingum hér heima, þegar Sigurður Jónsson var þjálfari liðsins. „Nei, ég braut framtennurnar í leik í íslensku deildinni á móti Grindavík,“ segir Kári í Steve Dagskrá. „Ég greip þær, lét Sigga Jóns [þáverandi þjálfara Víkings] fá þær, hann stakk þeim í jakkavasann og svo var bara spilað áfram,“ Kári með góminn í leik Íslands og Austurríkis á EM 2016.Paul Gilham/Getty Images „Ég elti gæjann á röndum og ætlaði að hefna mín á honum. Þá tók Siggi mig út af og sá nákvæmlega hvað var í gangi,“ segir Kári enn fremur „Ég tók þá tennurnar frá Sigga og strunsaði inn í klefa. Pabbi hringdi þá í tannlækna vin sinn sem græjaði þetta og límdi brotin aftur í og hann bjó til svona græju,“ segir Kári sem á þá við góminn sem hann hefur borið í efri gómnum nánast allan sinn feril síðan. Kári þurfti að láta laga tennurnar á ný þegar hann fékk olnboga í andlitið á æfingu um tíu árum síðar en svo segist hann hafa fengið nýtt stell þegar hann spilaði í Tyrklandi með Gençlerbirliği frá 2018 til 2019. Eftir dvöl sína þar sneri hann heim og vann bikartitil með Víkingum 2019, tvöfalt í fyrra áður en skórnir fóru á hilluna. Í dag er hann yfirmaður knattspyrnumála í Fossvoginum. Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Kári fór um víðan völl í viðtali við þá Vilhjálm Frey Hallsson og Andra Geir Gunnarsson í hlaðvarpinu Steve Dagskrá og ræddi meðal annars árin sín í bandaríska háskólaboltanum. Andri spurði hann þá hvort að þaðan hefði komið sú venja Kára að spila með góm í kjaftinum. Kári sagði það ekki vera rakið til Bandaríkjanna heldur hafi hann fengið olnbogaskot á kjaftinn í leik með Víkingum hér heima, þegar Sigurður Jónsson var þjálfari liðsins. „Nei, ég braut framtennurnar í leik í íslensku deildinni á móti Grindavík,“ segir Kári í Steve Dagskrá. „Ég greip þær, lét Sigga Jóns [þáverandi þjálfara Víkings] fá þær, hann stakk þeim í jakkavasann og svo var bara spilað áfram,“ Kári með góminn í leik Íslands og Austurríkis á EM 2016.Paul Gilham/Getty Images „Ég elti gæjann á röndum og ætlaði að hefna mín á honum. Þá tók Siggi mig út af og sá nákvæmlega hvað var í gangi,“ segir Kári enn fremur „Ég tók þá tennurnar frá Sigga og strunsaði inn í klefa. Pabbi hringdi þá í tannlækna vin sinn sem græjaði þetta og límdi brotin aftur í og hann bjó til svona græju,“ segir Kári sem á þá við góminn sem hann hefur borið í efri gómnum nánast allan sinn feril síðan. Kári þurfti að láta laga tennurnar á ný þegar hann fékk olnboga í andlitið á æfingu um tíu árum síðar en svo segist hann hafa fengið nýtt stell þegar hann spilaði í Tyrklandi með Gençlerbirliği frá 2018 til 2019. Eftir dvöl sína þar sneri hann heim og vann bikartitil með Víkingum 2019, tvöfalt í fyrra áður en skórnir fóru á hilluna. Í dag er hann yfirmaður knattspyrnumála í Fossvoginum.
Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira