Íslenski boltinn

Stúkusætið víkur fyrir heitum potti í Mosfellsbæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hægt er að fara í pottinn á heimavelli Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni vestanhafs. Annað kvöld verður hið sama í boði að Varmá.
Hægt er að fara í pottinn á heimavelli Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni vestanhafs. Annað kvöld verður hið sama í boði að Varmá. AP

Afturelding býður upp á nýjung í íslenskum fótbolta annað kvöld þar sem áhorfendum býðst að horfa á leik liðsins við Fylki í Lengjudeild karla úr heitum potti. Mosfellingar hafa bryddað upp á þó nokkrum nýjungum á áhorfendapöllunum í sumar.

Nokkrir pottar verða á hliðarlínunni í Mosfellsbæ annað kvöld þar sem fólk getur látið fara vel um sig meðan það horfir á leikinn. Það mun þá fá frían drykk með aðgangsmiða í pottinn, auk handklæðis og slopps.

Pottarnir koma frá Húsasmiðjunni og verða til sölu á svæðinu eftir að leik lýkur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Afturelding bíður upp á nýjungar í upplifun áhorfenda á leikjum sínum en fyrr á tímabilinu var boðið upp á steikarveislu og rauðvín. Þá hefur einnig verið staðið að rauðvínssmökkun, hægt var að fara í klippingu á meðan leik stóð, boðið var upp á nudd og þá var einnig vöfflukaffi.

Leikur Aftureldingar og Fylkis hefst klukkan 19:15 annað kvöld á Malbiksstöðinni að Varmá. Miði í pottinn kostar 4.000 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.