Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 07:10 Þrír lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir andlát drengsins. Getty/Kadri Mohamed Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. Lögreglumennirnir þrír, þeir Nathan Vanderheyden, Kenneth Pengelly og Grason Cappus, eru almennir lögreglumenn hjá fylkislögreglu Ontario. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og alvarlega vanrækslu í starfi sem leitt hafi til dauða hins atján mánaða gamla Jameson Shapiro. Lögreglumennirnir þrír voru kallaðir út í nóvember 2020 í bænum Kawartha Lakes í Ontario vegna heimilisdeilna þar sem skotvopn var haft við hönd en grunur var um að Shapiro hafi verið numinn á brott af föður sínum. Eftir að lögregla gerði tilraun til að stöðva föður drengsins keyrði hann á lögreglubíl og annan bíl. Lögreglumennirnir þrír hófu í kjölfarið skothríð að ökutæki föðursins. Jameson Shapiro, sem sat í aftursæti pallbílsins, varð fyrir skoti og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Faðir hans lést af skotsárum viku síðar. Eftirlitsstofnunin Special Investigations Unit, SIU, tilkynnti í gær að hún hefði tilefni til að ákæra lögreglumennina þrjá. Sérfræðingar á vegum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, aðstoðuðu við rannsókn málsins. SIU hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins, sérstaklega fyrir hvað hún ílengdist. Marga mánuði tók fyrir rannsakendur að taka skýrslu af lögreglumönnunum þremur, sem almennt telst ekki gott í rannsóknum sakamála. Þrátt fyrir það munu lögreglumennirnir mæta fyrir dóm 6. október næstkomandi í borginni Lindsey í Ontario. Kanada Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Lögreglumennirnir þrír, þeir Nathan Vanderheyden, Kenneth Pengelly og Grason Cappus, eru almennir lögreglumenn hjá fylkislögreglu Ontario. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og alvarlega vanrækslu í starfi sem leitt hafi til dauða hins atján mánaða gamla Jameson Shapiro. Lögreglumennirnir þrír voru kallaðir út í nóvember 2020 í bænum Kawartha Lakes í Ontario vegna heimilisdeilna þar sem skotvopn var haft við hönd en grunur var um að Shapiro hafi verið numinn á brott af föður sínum. Eftir að lögregla gerði tilraun til að stöðva föður drengsins keyrði hann á lögreglubíl og annan bíl. Lögreglumennirnir þrír hófu í kjölfarið skothríð að ökutæki föðursins. Jameson Shapiro, sem sat í aftursæti pallbílsins, varð fyrir skoti og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Faðir hans lést af skotsárum viku síðar. Eftirlitsstofnunin Special Investigations Unit, SIU, tilkynnti í gær að hún hefði tilefni til að ákæra lögreglumennina þrjá. Sérfræðingar á vegum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, aðstoðuðu við rannsókn málsins. SIU hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins, sérstaklega fyrir hvað hún ílengdist. Marga mánuði tók fyrir rannsakendur að taka skýrslu af lögreglumönnunum þremur, sem almennt telst ekki gott í rannsóknum sakamála. Þrátt fyrir það munu lögreglumennirnir mæta fyrir dóm 6. október næstkomandi í borginni Lindsey í Ontario.
Kanada Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira