Martinelli sá til þess að Skytturnar eru enn með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gabriel Martinelli fagnar því sem reyndist sigurmark leiksins.
Gabriel Martinelli fagnar því sem reyndist sigurmark leiksins. EPA-EFE/TOLGA AKMEN

Gabriel Martinelli skoraði það sem reyndist sigurmark Arsenal er Aston Villa mætti á Emirates-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1 og lærisveinar Mikel Arteta enn með fullt hús stiga.

Það tók heimamenn hálftíma að brjóta ísinn og komast yfir. Gabriel Jesus þar að verki eftir hörmuleg mistök Emiliano Martinez í marki gestanna. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Arsenal hafði fengið betri færi og því kom það nokkuð á óvart þegar Douglas Luiz jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka með marki beint úr hornspyrnu. Var þetta hans annað mark beint úr hornspyrnu á leiktíðinni.

Skytturnar svekktu sig ekki á þessu og komust yfir svo gott sem í næstu sókn.

Bukayo Saka gaf þá fyrir og Martinelli skilaði boltanum í netið. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Arsenal er sem fyrr á toppi deildarinnar með 15 stig á meðan Aston Villa er í 19. sæti með aðeins þrjú stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira