Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 20:24 Átök Rússa og Úkraínumanna í nágrenni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia valda ráðamönnum um allan heim áhyggjum. AP/Planet Labs PBC Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50