Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 20:24 Átök Rússa og Úkraínumanna í nágrenni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia valda ráðamönnum um allan heim áhyggjum. AP/Planet Labs PBC Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50