Innlent

Á­reitti fólk við Smára­torg og grunaður um líkams­á­rás

Atli Ísleifsson skrifar
Um klukkan 17:30 var tilkynnt um reiðhjólaslys í Kópavogi, en þar hafði maður fallið af hjóli og slasast. Myndin er úr safni.
Um klukkan 17:30 var tilkynnt um reiðhjólaslys í Kópavogi, en þar hafði maður fallið af hjóli og slasast. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi karlmann í annarlegu ástandi við Smáratorg í Kópavogi vegna gruns um líkamsárás og að hann hafi verið að áreita fólk á svæðinu.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi borist rétt rúmlega klukkan 19 og var maðurinn vistaður í fangageymslu sökum ástands síns.

Einnig segir að upp úr klukkan 23 hafi annar maður í annarlegu ástandi verið handtekinn í miðborg Reykjavíkur. Þar var ítrekað búið að tilkynna manninn þar sem hann hafi verið búinn að valda ónæði. Hann var einnig vistaður í fangageymslu sökum ástands síns.

Um klukkan 17:30 var tilkynnt um reiðhjólaslys í Kópavogi, en þar hafði maður fallið af hjóli og var hann blóðugur í andliti, með skrámur á höndum skurð á höfði og líklega nefbrotinn. „Maðurinn talaði ekki íslensku og var áfengislykt af manninum. Sjúkrabifreið á vettvangi en maðurinn vildi enga aðstoð og gekk burt,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu.

Upp úr klukkan hálf tvö í nótt var svo tilkynnt um innbrot í sjálfsala við bensínsölu í Hafnarfirði. Var þar búið að valda skemmdum en þó hafði ekki tekist að komast í seðlageymsluna.

Þá segir að lögregla hafi stöðvað nokkra bíla þar sem ökumenn voru ýmist grunaður um nytjastuld, akstur undir vegar í hverfi 109 í Reykjavík, akstur undir áhrifum fíkniefna eða akstur sviptur ökuréttindum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×