Rashford átti mjög góðan leik og skoraði seinna mark United liðsins í leiknum.
Síðustu ár hafa verið Rashford erfið enda mikið meiddur og út takti fyrir framan markið þegar hann hefur spilað.
Liverpool liðið átti aftur á móti í miklum vandræðum með hann í leiknum í gær.
Enginn átti fleiri skot að marki á vellinum og enginn tók heldur fleiri spretti.
Alls átti Rashford 23 spretti á Old Trafford í gær og með því skapaði hann mikil vandræði fyrir vörn Liverpool.
Markið hans var hans fyrsta á tímabilinu og það fyrsta í ensku úrvalsdeildinni síðan 22. janúar eða í fimmtán leikjum.
Erik ten Hag ætlar augljóslega að veðja á þennan 24 ára gamla framherja en Rashford spilaði allar níutíu mínúturnar í fyrstu tveimur leikjunum þótt að þeir hafi ekki farið vel.
Rashford fékk traustið og það leit út fyrir það í gær að hann væri búinn að finna taktinn á ný og geti nú sýnt hvað gerði hann að einum mest spennandi leikmanni í enska fótboltanum fyrir nokkrum árum.