Besta upphitun fyrir 14. umferð: Mælir með því fyrir alla unga þjálfara að fara út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 12:31 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir er ánægð með lífið á Selfossi. S2 Sport Tveir leikir fara fram í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld og af því tilefni þá fékk Helena Ólafsdóttir góða gesti til sín í myndver Bestu markanna. Besta upphitunin er nú komin inn á Vísi. Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni. Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Tveir fulltrúar Selfossliðsins, aðstoðarþjálfarinn Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir, voru gestir Helenu í upphitun fyrir fjórtándu umferðina. Í kvöld tekur Þór/KA á móti Þrótti R. og Stjarnan fær Aftureldingu í heimsókn. Á morgun er síðan leikur Keflavíkur og Selfoss. Leikjum Vals og Breiðabliks í umferðinni, sem voru að taka þátt í Evrópukeppni, var frestað fram í september. „Ég fékk liðsmenn frá Selfossi með mér í dag. Það var umferð en þær skiluðu sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir var um tíma einn af spekingum markaþáttar efstu deildar kvenna á Stöð 2 Sport áður en hún elti þjálfaradrauminn sinn til Svíþjóðar. Bára Kristbjörg er nú komin heim eftir að hafa þjálfað hjá Kristianstad í Svíþjóð og hún sagði frá upplifun sinni þaðan. Hjá Kristianstad vann hún mikið með Elísabetu Gunnarsdóttur og Birni Sigurbjörnssyni, núverandi þjálfara Selfoss. Klippa: Besta upphitunin fyrir 14. umferð: Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir „Mér fannst ég læra ótrúlega mikið. Ég þekkti þau aðeins síðan að ég var kjúklingur í Val sjálf. Allt öðruvísi að vinna með þeim í dag heldur en þá. Þau eru búin að ná sér í ótrúlega mikla reynslu og bæði ótrúlega fær í því sem þau gera,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Það var geggjað að fá að fara út og líka bara önnur fótboltamenning. Að sjá hvernig Svíarnir byggja upp sitt og hvað þeir gera vel. Þetta var ógeðslega mikill skóli. Ég myndi mæla með því fyrir alla unga þjálfara að fara út og sækja sér reynslu. Það gefur þér aðra sýn,“ sagði Bára. Björn Sigurbjörnsson tók við sem þjálfari Selfoss þetta tímabil og Bára verður aðstoðarþjálfari hans. „Ég var með möguleika á því að vera áfram úti og var líka með aðra möguleika hérna heima. Svo þegar það kemur upp úr krafsinu að Bjössi sé að fara á Selfoss þá var ég farin að hugsa um að flytja heim. Þá náðum við að samtvinna þetta þannig að ég gæti farið með honum,“ sagði Bára. „Mér finnst það alveg gott að því leytinu til að við getum haldið áfram því samstarfi sem við áttum úti og byggt ofan á það sem við vorum að gera þar,“ sagði Bára. „Það er ótrúlega fínt að búa á Selfossi og kemur á óvart,“ sagði Bára í léttum tón. „Það er geggjað og ótrúlega svipað og að vera upp á Skaga sem ég þekki mjög vel. Kannski aðeins meira félagslegt. Það er mikil uppbygging í gangi og skemmtilegt bæjarfélag,“ sagði Bára. Það má horfa á allt viðtalið við Báru og Unni hér fyrir ofan sem og vangaveltur þeirra fyrir komandi umferð í Bestu deildinni.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira