Íslenski boltinn

Katrín saumaði saman gatið á höfði Damirs

Valur Páll Eiríksson skrifar
Katrín hlúði að sárum Damirs eftir leik.
Katrín hlúði að sárum Damirs eftir leik. Samsett/Vísir

Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Stjörnunnar, sá um að hlúa að Damir Muminovic eftir sigur liðs hans Breiðabliks 1-0 á HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í gærkvöld.

Damir fékk gat á höfuðið í leiknum og kláraði leikinn með sárabindi. Hann kvaðst ekki hafa fundið mikið til vegna þessa en þurfti vegna blæðingar binda um höfuð sitt.

Hann átti skammt að sækja hjálp vegna sársins eftir leik en Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Stjörnunnar og kærasta Damirs, er hjúkrunarfræðingur. Damir birti myndband á samfélagsmiðlinum Twitter eftir leik þar sem Katrín sést búa að sárum hans.

Damir varð fyrir aðkasti í leik gærkvöldsins en barnsmóðir hans, Lena María Árnadóttir, vakti athygli á því á samfélagsmiðlum að sonur hans hefði verið á vellinum. Lukkulega væri hann nógu ungur til að skilja ekki orðfæri sem stuðningsmenn HK létu um hann flakka.

HK baðst afsökunar á hegðun stuðningsmanna, bæði í garð Damirs, og í garð ungra systra Ísaks Snæs Þorvaldssonar, liðsfélaga hans hjá Blikum, í gærkvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×