Erlent

Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá að Jordan Waddy kastaði frá sér byssunni rétt áður en lögregluþjónarnir skutu á hann. Einnig má sjá að fólk í bakgrunni en auk þess að særa Waddy, særðu lögregluþjónarnir sex aðra.
Hér má sjá að Jordan Waddy kastaði frá sér byssunni rétt áður en lögregluþjónarnir skutu á hann. Einnig má sjá að fólk í bakgrunni en auk þess að særa Waddy, særðu lögregluþjónarnir sex aðra.

Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar.

Hann dó ekki og særðist ekki lífshættulega. Sex aðrir særðust í skothríðinni en fólkið var þá að koma út af skemmtistöðum í miðbæ Denver.

Þetta var þann 17. júlí og höfðu lögregluþjónarnir þegar verið sendir í leyfi á meðan rannsókn á skotárásinni fer fram. Héraðssaksóknari Denver tilkynnti þó í vikunni að kallaður yrði til svokallaður ákærudómstóll (e. grand jury) þar sem málið yrði rannsakað og kannað hvort tilefni væri til að ákæra lögregluþjónana.

Það er eftir að upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna voru gerðar opinberar. Þær sýna meðal annars að maðurinn sem þeir skutu, sem heitir Jordan Waddy og er 21 árs, virðist hafa kastað frá sér byssunni og verið með hendur á lofti þegar lögregluþjónarnir skutu hann.

Samkvæmt AP fréttaveitunni veittu lögregluþjónarnir Waddy eftirför þegar þeir sáu hann kýla annan mann. Þegar lögregluþjónarnir miðuð byssum sínum á hann, tók hann skammbyssu úr vasanum, kastaði henni til hliðar og var að rétta upp hendurnar þegar lögregluþjónarnir þrír skutu á Waddy.

Eins og áður særðist hann en sex aðrir sem stóðu í bakgrunni urðu einnig fyrir skotum. Enginn særðist þó alvarlega. AP hefur eftir lögreglunni að þessir þrír lögregluþjónar hafi skotið sjö skotum en óljóst er hvort þeir hleyptu allir af byssum sínum. Engu skoti var skotið að þeim.

Waddy var í kjölfarið handtekinn.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils, þar sem farið er yfir málið og sýndar upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna og upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.