Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2022 10:34 Hin 36 ára Sanna Marin tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2019. Getty Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá árinu 2019, segir leitt að myndböndin hafi farið í dreifingu en að ekkert ólöglegt hafi þar átt sér stað. Hún hafi einungis neytt áfengis og segist ekki vita til þess að fólk á staðnum hafi neytt ólöglegra fíkniefna. Á myndböndunum má sjá Marin dansa með vinum sínum og syngja með þar sem finnsk tónlist er spiluð á háum styrk. Er meðal annars sungið með lögum tónlistarmannanna Petri Nygård og Antti Tuiskun. „Mér þykir leitt að myndböndin hafi farið í opinbera dreifingu. Ég varði þessu kvöldi með vinum. Djammaði, vissulega ansi mikið, jú. Dansaði og söng,“ sagði Marin þegar hún ræddi við fjölmiðla í Kuopio í morgun. Hún segir að vinahópurinn hafi þarna neytt áfengis og segist hún ekki vita til þess að nokkur hafi neytt ólöglegra efna. Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Aðspurð um „Mjölgengið“ (f. Jauhojengi), sem minnst er á í einu myndskeiðanna, segist hún ekki þekkja til þess. Hún segir að myndböndin hafi verið tekin upp fyrir nokkrum vikum síðan. Hún segist þó ekki vilja upplýsa hvar myndböndin hafi verið tekin upp, eða þá hver kunni að hafa komið þeim í dreifingu. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, Antti Lindtman, segir í samtali við finnska fjölmiðla í dag að forsætisráðherrann njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Hin 36 ára Marin segir það finnsku þjóðarinnar að ákveða hvað sé æskileg hegðun forsætisráðherra landsins. Hún verji þó, líkt og aðrir á hennar aldri, tíma með vinum sínum og skemmti sér. Hún ætli sér að vera sama manneskja og hún hafi verið til þessa. Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Sjá meira
Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá árinu 2019, segir leitt að myndböndin hafi farið í dreifingu en að ekkert ólöglegt hafi þar átt sér stað. Hún hafi einungis neytt áfengis og segist ekki vita til þess að fólk á staðnum hafi neytt ólöglegra fíkniefna. Á myndböndunum má sjá Marin dansa með vinum sínum og syngja með þar sem finnsk tónlist er spiluð á háum styrk. Er meðal annars sungið með lögum tónlistarmannanna Petri Nygård og Antti Tuiskun. „Mér þykir leitt að myndböndin hafi farið í opinbera dreifingu. Ég varði þessu kvöldi með vinum. Djammaði, vissulega ansi mikið, jú. Dansaði og söng,“ sagði Marin þegar hún ræddi við fjölmiðla í Kuopio í morgun. Hún segir að vinahópurinn hafi þarna neytt áfengis og segist hún ekki vita til þess að nokkur hafi neytt ólöglegra efna. Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Aðspurð um „Mjölgengið“ (f. Jauhojengi), sem minnst er á í einu myndskeiðanna, segist hún ekki þekkja til þess. Hún segir að myndböndin hafi verið tekin upp fyrir nokkrum vikum síðan. Hún segist þó ekki vilja upplýsa hvar myndböndin hafi verið tekin upp, eða þá hver kunni að hafa komið þeim í dreifingu. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, Antti Lindtman, segir í samtali við finnska fjölmiðla í dag að forsætisráðherrann njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Hin 36 ára Marin segir það finnsku þjóðarinnar að ákveða hvað sé æskileg hegðun forsætisráðherra landsins. Hún verji þó, líkt og aðrir á hennar aldri, tíma með vinum sínum og skemmti sér. Hún ætli sér að vera sama manneskja og hún hafi verið til þessa.
Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Sjá meira
Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00