Erlent

Lyfjaverslanirnar dæmdar fyrir sinn þátt í ópíóðafaraldrinum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Forsvarsmenn lyfjaverslanakeðjanna hyggjast áfrýja.
Forsvarsmenn lyfjaverslanakeðjanna hyggjast áfrýja. AP

Alríkisdómstóll hefur úrskurðað að þrjár stærstu lyfjaverslanakeðjur Bandaríkjanna þurfi að greiða 650 milljónir dala í sekt fyrir sinn þátt í ópíóðafaraldrinum í tveimur sýslum í Ohio. Umræddar keðjur eru Wallgreens Boots, CVS og lyfjaverslanir Walmart.

Fyrirtækin hyggjast áfrýja dóminum.

Milljónir Bandaríkjamanna eru taldir hafa ánetjast ópíóðum á borð við fentanyl og OxyContin á síðustu 20 árum og nærri hálf milljón manna talinn hafa dáið af völdum ofskömmtunar á árunum 1999 til 2019.

Fjöldi mála hefur verið höfðaður gegn lyfjaframleiðendum og lyfjaverslunum í Bandaríkjunum vegna þessa, þar sem því hefur meðal annars verið haldið fram að á sama tíma og fyrirtækin mokuðu inn peningum á verkjalyfjunum, hafi notkun þeirra sett gríðarlegt álag á ýmsa innviði samfélagsins, svo sem heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið.

Forsvarsmenn lyfjaverslanana neita sök og segjast hafa gert allt það sem þau gátu til að koma í veg fyrir ólögmæta notkun lyfjanna. Þá hafa þeir bent á læknastéttina og sagt hana hafa borið ábyrgð á ávísun lyfjanna; hversu miklu magni var ávísað og á hverja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.