Sjáðu markaflóð Þróttara, fyrstu mörk Selfyssinga í langan tíma og endurkomu Keflavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Þróttur skoraði fimm gegn ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þar sem alls voru 13 mörk. Þróttur Reykjavík vann ÍBV 5-1, Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA og Keflavík kom til baka og vann Aftureldingu 3-2 í Mosfellsbæ. Þróttur R. og ÍBV mættust í því sem átti að vera hörkuleikur í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en liðin voru í 4. og 5. sæti fyrir leikinn. Leikurinn var spennandi í upphafi en Þróttarar tóku öll völd á vellinum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Þrótti yfir en Sandra Voitane jafnaði metin fyrir Eyjakonur á 18. mínútu. Eftir það lauk ÍBV leik ef svo má að orði komast. Danielle Julia Marcano skoraði tvívegis áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 3-1 er gengið var til búningsherbergja. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og fór það svo að Þróttur vann 5-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur R. 5-1 ÍBV Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA en fyrir leikinn hafði Selfoss ekki skorað í fimm leikjum í röð. Brenna Lovera gerði fyrra markið á 6. mínútu leiksins og Susanna Joy Friedrichs tryggði sigurinn með síðara marki liðsins á 77. mínútu. Klippa: Besta deild kvenna: Selfoss 2-0 Þór/KA Afturelding og Keflavík mættust í hörkuleik þar sem gestirnir höfðu betur. Ana Paula Santos Silva kom Keflavík yfir en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Eyrún Vala Harðardóttir kom Aftureldingu yfir í síðari hálfleik en Keflavík svaraði með tveimur mörkum. Anita Lind Daníelsdótti jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Klippa: Besta deild kvenna: Afturelding 2-3 Keflavík Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Keflavík ÍF Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Þróttur R. og ÍBV mættust í því sem átti að vera hörkuleikur í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar en liðin voru í 4. og 5. sæti fyrir leikinn. Leikurinn var spennandi í upphafi en Þróttarar tóku öll völd á vellinum þegar líða tók á fyrri hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Þrótti yfir en Sandra Voitane jafnaði metin fyrir Eyjakonur á 18. mínútu. Eftir það lauk ÍBV leik ef svo má að orði komast. Danielle Julia Marcano skoraði tvívegis áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 3-1 er gengið var til búningsherbergja. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir bættu við mörkum í síðari hálfleik og fór það svo að Þróttur vann 5-1 sigur. Klippa: Besta deild kvenna: Þróttur R. 5-1 ÍBV Selfoss vann 2-0 sigur á Þór/KA en fyrir leikinn hafði Selfoss ekki skorað í fimm leikjum í röð. Brenna Lovera gerði fyrra markið á 6. mínútu leiksins og Susanna Joy Friedrichs tryggði sigurinn með síðara marki liðsins á 77. mínútu. Klippa: Besta deild kvenna: Selfoss 2-0 Þór/KA Afturelding og Keflavík mættust í hörkuleik þar sem gestirnir höfðu betur. Ana Paula Santos Silva kom Keflavík yfir en Hildur Karítas Gunnarsdóttir jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik. Eyrún Vala Harðardóttir kom Aftureldingu yfir í síðari hálfleik en Keflavík svaraði með tveimur mörkum. Anita Lind Daníelsdótti jafnaði metin úr vítaspyrnu og Dröfn Einarsdóttir skoraði svo sigurmarkið þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Klippa: Besta deild kvenna: Afturelding 2-3 Keflavík Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Keflavík ÍF Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira