Enski boltinn

Giggs sakaður um að skalla systurina og hóta að skalla kærustu sína líka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Peter Byrne/Getty Images

Réttarhöldin yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, halda áfram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi yfir þriggja ára skeið. Í dag bar Emma Greville, systir Kate, vitni.

Emma bað sérstaklega um að dregið yrði fyrir svo hún þyrfti ekki að sjá Giggs á meðan hún bæri vitni. 

Í vitnisburði hennar kom fram að Giggs hafi sagt að það væri Emmu að kenna að hann hafi skallað systur hennar. Kate hafði reynt að slíta sambandi þeirra og Giggs brást við með því skalla hana í jörðina.

„Ég skalla þig næst,“ 

á Giggs að hafa sagt við Emmu er Kate féll öskrandi til jarðar, haldandi um andlit sitt. Það var þetta kvöld í nóvember 2020 sem lögreglan handtók hinn 48 ára gamla Giggs fyrir að hafa beitt Kate bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð.

 Ryan Giggs er sigursælasti leikmaður í sögu Manchester United. Ferill hans spannaði 23 ár, hann vann ensku úrvalsdeildina 13 sinnum og Meistaradeild Evrópu tvisvar.

Lögfræðiteymi Giggs á að hafa reynt að halda því fram að um óviljaverk hafi verið að ræða en Emma tók það ekki í mál. Hann hafi gripið í axlir hennar, skallað hana og sagt Emmu að hún væri næst.

„Hann baðst aldrei afsökunar,“ bætti Emma við en hún var stödd á heimi Giggs og systur hennar þar sem hún var að passa hund þeirra á meðan þau voru úti. Emma fékk skilaboð frá systur sinni þar sem hún sagði henni að pakka dótinu hennar niður, þær væru að fara.

Ætlaði sér að yfirgefa Giggs 

Emma vissi að Kate ætlaði sér að yfirgefa Giggs eftir að hún hefði komst að framhjáhaldi hans með átta öðrum konum. Kate var þegar komið með nýja íbúð og þær ætluðu að fara þangað þetta kvöld.

Giggs kom heim áður en þær höfðu flúið á brott, hann var mjög drukkinn og fór að rífast við Kate. Emma fór upp í svefnherbergið sem hún var vanalega í er hún var í heimsókn.

„Segðu bless við hundinn, þú sérð hann aldrei aftur,“ á Giggs að hafa sagt eftir að hann náði í Emmu og sagði henni að „sjá um systur sína.“

Emma hringdi í lögregluna þar sem henni fannst öryggi sínu ógnað eftir að hafa labbað inn í herbergi þar sem Kate lá á bakinu og Giggs var klofvega yfir henni að reyna taka símann hennar af henni.

Þær systur reyndur að ná Giggs af Kate en hann brást við með því að sveifla olnboga sínum í kjálkann á Emmu er hann reyndi að losa tak hennar. Hún flúði í annað herbergi og hringdi í foreldra sína til að segja þeim hvað gerðist.

Næsta sem hún sá af parinu fyrrverandi var þau í eldhúsinu og Kate að reyna ná símanum sínum til baka frá Giggs. Emma sagði Giggs að skila símanum svo þær gætu farið, hún hafi séð hann ofan á henni og hún vissi að hann væri með símann.

„Helvítis lygarinn þinn,“ á Giggs að hafa hreytt í Emmu í kjölfarið. Hann snöggreiddist, tók utan um axlirnar á Kate og skallaði hana af öllu afli í andlitið.

Lögregluskýrslan sem var tekin af Emmu segir að systir hennar hafi „öskrað af sársauka“ og það hafi „verið blóð alls staðar.“

Yfirmaður Kate bar vitni

Elsa Roodt, yfirmaður Kate hjá Q Communications, bar einnig vitni. Hún sagði að fyrirtækið hefði þurft að blokka tölvupósta frá Giggs þar sem þeir voru að hafa áhrif á vinnuna hjá Kate.

Þá sagði Roodt að Kate hefði hafið störf hjá fyrirtækinu hamingjusöm og með opinn persónuleika en mikið hefði breyst frá 2018 til 2020. Kate hafi orðið stressuð, á nálum og taugaveikluð.

Roodt staðfesti einnig að Kate hefði sagt henni að Giggs hefði lagt hendur á sig. Roodt sá einnig smáskilaboð frá Giggs sem voru annað hvort á þá leið að hann vildi hana aftur eða hversu ömurleg hún væri og að hann ætlaði að gera ákveðna hluti við hana.

„Þetta voru eins og skilaboð frá tveimur gjörólíkum einstaklingum.“

Bað nágranna að hringja á lögregluna

Þá bar Linda Cheung, nágranni Giggs, vitni eftir að hann hafði bankað upp á hjá henni þetta örlagaríka kvöld í nóvember 2020. Hann virtist vera í áfalli og bað Lindu um aðstoð þar sem Kate væri með símann hans.

Giggs bað Lindu um að hringja á lögregluna. Hún neitaði en bauð honum símann sinn til að hringja á lögregluna.

Giggs neitar alfarið sök í málinu og segir ásakanir Kate og Emmu vera bæði ýkjur og lygar.


Tengdar fréttir

Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið

Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara.

Ryan Giggs mætir aftur í réttarsalinn í dag

Í dag hófust málaferli gegn leikjahæsta og sigursælasta leikmanninum í sögu Manchester United því Ryan Giggs er þar sóttur til saka fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×