Enski boltinn

Ryan Giggs mætir aftur í réttarsalinn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs missti starfið vegna málsins en á næstunni kemur í ljós hvort hann verði dæmdur í fangelsi.
Ryan Giggs missti starfið vegna málsins en á næstunni kemur í ljós hvort hann verði dæmdur í fangelsi. Getty/Christopher Furlong

Í dag hófust málaferli gegn leikjahæsta og sigursælasta leikmanninum í sögu Manchester United því Ryan Giggs er þar sóttur til saka fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.

Giggs beitti ekki aðeins fyrrverandi kærustu sína Kate Greville andlegu og líkamlegu ofbeldi samkvæmt málsókninni heldur rést hann einnig á yngri systir hennar, Emma Greville.

Giggs á að hafa beitt Kate andlegu ofbeldi í þrjú ár eða allt til nóvember 2020. Hann er síðan ákærður fyrir að hafa ráðist á Kate með því að skalla hana 1. nóvember og í viðbót að hafa ráðist á Emmu sama dag.

Giggs neitar sök í málinu og hefur alltaf sagt að hann munu hreinsa mannorð sitt fyrir dómstólum. Verði hann dæmdur er líklegt að hann fái fimm ára fangelsisdóm.

Breska lögreglan handtók hann fyrst í nóvember 2020 en hinum var sleppt gegn tryggingu á meðan beðið var eftir réttarhöldunum. Þau áttu að hefjast í janúar, en var frestað vegna tafa sem urðu hjá Manchester Crown dómstólnum vegna heimsfaraldursins.

Réttarhöldin gegn Giggs gætu tekið um tíu daga.

Giggs er 48 ára gamall og var síðast landsliðsþjálfari Wales. Hann hætti endanlega í þeirri stöðu í júní í ár vegna umrædds dómsmáls en hafði áður verið í leyfi frá því í nóvember 2020.

Giggs lék á sínum tíma 963 leiki fyrir Manchester United sem er met en hann vann 34 titla með félaginu þar af vann hann ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum, Meistaradeildina tvisvar og enska bikarinn fjórum sinnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.