Lítið hægt að gera ef „menn hverfa í hraunið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2022 19:16 Fólkið fór út á hraunið og gekk ansi nærri flæðandi kvikunni. Vísir/Ísak Það er nánast ógjörningur fyrir viðbragðsaðila við gosstöðvarnar í Meradölum að koma fólki til bjargar, ef það lendir í sjálfheldu úti á sjálfu hrauninu. Myndband sem sýnir ferðamenn hætta sér ískyggilega nálægt gígunum hefur vakið athygli. Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40