Lítið hægt að gera ef „menn hverfa í hraunið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2022 19:16 Fólkið fór út á hraunið og gekk ansi nærri flæðandi kvikunni. Vísir/Ísak Það er nánast ógjörningur fyrir viðbragðsaðila við gosstöðvarnar í Meradölum að koma fólki til bjargar, ef það lendir í sjálfheldu úti á sjálfu hrauninu. Myndband sem sýnir ferðamenn hætta sér ískyggilega nálægt gígunum hefur vakið athygli. Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Drónamyndirnar sem sjá má í spilaranum hér að neðan voru fangaðar af myndbandasmiðnum Ísak Atla Finnbogasyni í gær. Hann var að streyma myndefni úr dróna sem sveif yfir gosstöðvunum í Meradölum, þegar hann kom auga á tvo ferðamenn sem stóðu úti á nýju hrauni, ekki langt frá gígnum í Meradölum. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ísak að hann hefði ákveðið að nota drónann til að gera fólkinu ljóst að það væri í hættu, enda nokkur háskaleikur að standa ofan á svo til nýstorknuðu hrauni, sem gæti verið það eina sem skilur frá eldheitri kvikunni sem rennur undir niðri. Tilraunir Ísaks virðast hafa borið árangur, enda lét fólkið sig hverfa fljótlega eftir að það kom auga á flygildið. Lítið hægt að gera ef fólk hverfur í hraunið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að erfitt væri að bjarga fólki sem lendir í vanda úti á sjálfu hrauninu. Heilt yfir hafi starf á svæðinu við gosstöðvarnar gengið vel. „Þetta hefur svo sem gengið ágætlega, en það er alltaf einn og einn sem vill stíga út á hraunið. Það er auðvitað okkur ekki að skapi og þeir sem gera það, þeir eru auðvitað á eigin vegum. Nú ef menn hverfa í hraunið, þá er svo sem lítið sem við getum gert,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Heimilt er að sekta fólk sem ekki fer að fyrirmælum lögreglu. Þannig má sjá fyrir sér að ef fólki hefur verið sagt að fara ekki út á hraunið, en gerir það samt, væri hægt að sekta það. Það er þó ekki ákjósanlegur kostur að sögn Úlfars. Úlfar er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.Vísir/Baldur „Við höfum reynt að vinna þetta með þeim hætti að við forðumst það að sekta fólk. Við höfum ekki gert það hingað til og okkur hefur bara gengið vel. Fólk lætur segjast, það fer að fyrirmælum.“ Þá sé ekki hlaupið að því að eltast við fólk sem hættir sér svo nálægt gígunum. „Það er voðalega erfitt fyrir okkur að hafa hendur í hári þessara einstaklinga. Við reynum auðvitað að koma þeim niður, en við sendum ekki viðbragðsaðila inn á hættusvæði. Það gerum við ekki, við tryggjum auðvitað alltaf fyrst okkar fólk áður en við hugum að því að bjarga öðrum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Nyrsta gosopið lokað og metfjöldi á gosstöðvum 6.496 manns fóru og báru eldgosið í Meradölum augum í gær, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, en það er mesti fjöldinn á einum degi frá því teljarinnar var settur upp í mars í fyrra. Nyrsta gosopið í Meradölum lokaðist í gær. 14. ágúst 2022 09:05
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40