Erlent

Einn látinn og að minnsta kosti fjörutíu særðir eftir að tón­leika­svið hrundi á Spáni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Veðurstofa Spánar hefur varað við sterkum og heitum vindhviðum sem ná allt að tuttugu metrum á sekúndu.
Veðurstofa Spánar hefur varað við sterkum og heitum vindhviðum sem ná allt að tuttugu metrum á sekúndu. EPA/Natxo Fernandes

Einn lést og að minnsta kosti 40 særðust eftir að tónleikasvið hrundi vegna sterkra vindhviða á Medusa-tónlistarhátíðinni í Cullera-borg í Valensía-héraði á Spáni á laugardag. 

Að sögn lögreglu hrundi hluti stóra sviðs tónlistarhátíðarinnar auk annarra mannvirkja við innganginn að hátíðinni vegna sterkra vindhviða klukkan 4:18 um morguninn.  

Við hrunið hafi 22 ára maður orðið fyrir hluta sviðsins og látist við höggið. Að auki séu að minnsta kosti 40 særðir, þar af þrír sem séu alvarlega særðir, að sögn yfirvalda.

Kröftugar og heitar vindhviður í austurhluta Spánar

Að sögn skipuleggjenda Medusa-tónlistarhátíðarinnar voru um 50 þúsund manns á tónleikasvæðinu þegar atvikið átti sér stað og tók um 40 mínútur að tæma svæðið.

Morguninn eftir greindu forsvarsmenn hátíðarinnar frá því að þeir hyggðust fresta hátíðinni vegna veðurs til að tryggja öryggi tónleikagesta, starfsmanna og tónlistarmanna en á hádegi, nokkrum tímum síðar, aflýstu þeir henni endanlega.

Veðurstofa Valensía-héraðs greindi frá því að í austurhluta landsins hafi „heitar vindhviður“ náð meira en tuttugu metrum á sekúndu og falið í sér snarpar hitastigshækkanir.

Í myndbandi frá Twitter hér fyrir neðan má sjá hve kröftugur vindurinn var á tónleikasvæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.